sunnudagur, febrúar 20, 2005
The customer is always right
Af hverju halda menn að þeir hafi rétt til þess að ögra afgreiðslufólki, séu þeir ósáttir við e-ð í skipulagi viðkomandi fyrirtækis? Það er hægt að láta í ljós vanþóknun sína án þess að vera dónalegur við þá sem hafa ekkert með málið að segja. Af hverju ekki bara að kvarta við yfirmenn verslunarinnar, ef manni finnst svo að sér vegið, að þurfa að borga 15 kr fyrir plastpoka. ÞAÐ ER ÞANNIG Í ÖLLUM MATVÖRUVERSLUNUM! Og við rukkum ekki einu sinni fyrir hvern poka, heldur bara þessar skitnu 15 kr, og þú, fúli viðskiptavinur, færð eins marga og þú þarft undir vörurnar þínar. Þetta rennur allt í guðsvolaðan umhverfissjóð, og MANN MUNAR EKKERT UM 15 KR - og mann munar ekkert um almenna kurteisi í viðmóti við náungann, sérstaklega þann sem er að reyna að þjónusta þig.
Það stendur sko ekki í minni starfslýsingu að ég eigi að sitja undir skítkasti frá aumkunarverðum nöldurseggjum, en ég geri það, því "viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér". "að sjálfsögðu", "auðvitað", "því miður", "mér þykir það leitt, en ég get ekkert að því gert", "svona er stefna okkar"... Stundum á maður ekki einu sinni orð við athugasemdunum sem fólk kemur með. Ef þú ert svona hneykslaður/ósáttur/móðgaður/og allt svona ómögulegt AF HVERJU ERTU ÞÁ AÐ VERSLA VIÐ OKKUR?
Í gær afgreiddi ég aðila sem var með of stórar vörur undir litlu pokana sem við gefum ókeypis, en vildi ekki kaupa annan stærri undir varninginn sinn. Gott og blessað. En til þess að sýna mér hvað hún væri ósátt, þá bað frúin um fleiri litla poka og skæri og límband og FÓR AÐ KLIPPA SUNDUR LITLU POKANA TIL AÐ BÚA SÉR TIL EINN STÆRRI! Og allan tímann talaði þessi ágæta kona hátt við manninn sinn, sem stóð og skoðaði blöð, um hvað þetta væri nú ómerkileg og óviðeigandi stefna. En ekki nóg með það, heldur datt henni skyndilega í hug að spyrja hvað við rukkuðum fyrir innpökkun. Ég svaraði að það væri ókeypis þjónusta, og ítrekaði að ágóðinn af pokasölunni rynni til umhverfis- og góðgerðamála, en ekki í vasa fyrirtækisins. OG HÚN LÉT MIG PAKKA DRASLINU INN Í GJAFAPAPPÍR, skildi sundurklipptar pokatætlurnar, skærin og límbandið eftir á borðinu, og gekk út. Væntanlega norður og niður.
Það stendur sko ekki í minni starfslýsingu að ég eigi að sitja undir skítkasti frá aumkunarverðum nöldurseggjum, en ég geri það, því "viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér". "að sjálfsögðu", "auðvitað", "því miður", "mér þykir það leitt, en ég get ekkert að því gert", "svona er stefna okkar"... Stundum á maður ekki einu sinni orð við athugasemdunum sem fólk kemur með. Ef þú ert svona hneykslaður/ósáttur/móðgaður/og allt svona ómögulegt AF HVERJU ERTU ÞÁ AÐ VERSLA VIÐ OKKUR?
Í gær afgreiddi ég aðila sem var með of stórar vörur undir litlu pokana sem við gefum ókeypis, en vildi ekki kaupa annan stærri undir varninginn sinn. Gott og blessað. En til þess að sýna mér hvað hún væri ósátt, þá bað frúin um fleiri litla poka og skæri og límband og FÓR AÐ KLIPPA SUNDUR LITLU POKANA TIL AÐ BÚA SÉR TIL EINN STÆRRI! Og allan tímann talaði þessi ágæta kona hátt við manninn sinn, sem stóð og skoðaði blöð, um hvað þetta væri nú ómerkileg og óviðeigandi stefna. En ekki nóg með það, heldur datt henni skyndilega í hug að spyrja hvað við rukkuðum fyrir innpökkun. Ég svaraði að það væri ókeypis þjónusta, og ítrekaði að ágóðinn af pokasölunni rynni til umhverfis- og góðgerðamála, en ekki í vasa fyrirtækisins. OG HÚN LÉT MIG PAKKA DRASLINU INN Í GJAFAPAPPÍR, skildi sundurklipptar pokatætlurnar, skærin og límbandið eftir á borðinu, og gekk út. Væntanlega norður og niður.
Jéhúhiminn eini hve illa ég hefði misst mig í hláturskasti yfir fáránleikanum.
Eru ekki til myndbandsupptökur af þessu atviki?
sjáumst á rúntinum þar sem þú ert alltaf hoho
kv. björk
www.grasagardurinn.blogspot.com
<< Home