miðvikudagur, júní 28, 2006

 

Hnotskurn

Alexandra, 3ja ára frænka mín, tjáði mér að "einhver héti Prumpulína".
Ég get ekki munað hvort textinn snýr upp eða niður þegar maður faxar.
Það er víst hættulegt að borða svona mikið af gulrótum því A-vítamín er ekki vatnsleysanlegt.
Fyrrverandi strætóbílstjóri minn sagði mig eftirminnilega "því ég hefði alltaf verði svo skemmtilega syfjuð".
Ég ætla að fá tvöfaldan sojalatte.
Ég útskýrði fyrir manninum sem ég elska í laumi að ég yrði að vera einhleyp því ég gæti ekki lagað mig að lífsrythma annarra... kemur, Helga.
Supposedly, þá styð ég Chelsea því ég á bláa peysu.
Ég flyt til Englands 19. september næstkomandi.
Mig langar að komast í yoga.
Piparmola fyrir 20 kr, takk.
Talhólfið í gemmsanum mínum er ennþá í prófum AND I COULDN'T CARE LESS.
Sylvester Stallone ætlar að gera kvikmynd ym ævi og störf Edgar Allan Poe.
Mig vantar launahækkun.
Til hamingju samkynhneigðir.

þriðjudagur, júní 20, 2006

 

Ég lifi

er bók. Og líka staða mála þessa dagana.
Nenni ekki að blogga svo ég sleppi því bara.
Maður verður nú að fá einhvers konar sumarfrí...
Að öllum líkindum tek ég þó við mér áður en of langt um líður svo örvæntið ekki (úff, egó).

Í fréttum er þetta helst: Á miðvikudag eru sumarsólstöður og ég ætlaði að velta mér ber upp úr dögginni í garðinum heima. Svo eitraði pabbi fyrir pöddum svo ég þarf að koma mér upp nýjum áformum. Oh.

Taa,
Helga Wigglesworth

This page is powered by Blogger. Isn't yours?