sunnudagur, maí 29, 2005

 

Ég fann...

...til hamingju og efasemda í senn þegar ég fór í fótsnyrtingu. Já, fór í fótsnyrtingu, og hana nú. Var reyndar framkvæmt á fótaaðgerðarstofu hjá fótaaðgerðarfræðingi, með það að markmiði að vinna á massívu siggi á hæl og tá og leita ráða í eilífri baráttu minni við naglsveppinn óvinnandi. Sá reyndist ekki vera til staðar. Maður spyr sig: "HA?!" Hvað í andskotanum meinaði konan? Ja, hún vildi barasta meina að ég væri ekki með neinn bévítans naglsvepp, eins og haldið hefur verið fram undanfarin égveitekkihvaðmörg ár. Nei, ég er bara með sigg undir tánöglunum. Eða nei, VAR með sigg þarna undir niðri. Daman gerði sér lítið fyrir og tók það, allt. Er núna með iljar eins og ungbarn og táneglur eins og Paris Hilton á jólunum.
Vísindaleg skýring: við mikið álag á rót tánagla, líkt og við mikil hlaup myndast sigg undir nöglnni, líkt og á hæl og tábergi.
Fékk leiðbeiningar um hvernig ég get hindrað slíkt í að eiga sér stað á nýjan leik, bara pússapússapússa...

...til taugaveiklunar eftir að hafa lofað að mæta á hlaupaæfingu hjá UFA á morgun kl. 17:30. Hjálp, mun deyja, get ekki hlaupið, get ekki neitt, mun gera mig að fífli og þjálfarinn sjá eftir að hafa dregið mig á staðinn. Verð hötuð og fyrirlitin að eilífu, leggst í þunglyndi, hætti að hreyfa mig en mun hér eftir eyða öllum dögum fyrir framan sjónvarpið með feitan hammara, kók og snakk. Mun ekki mæta í vinnuna, verða rekin, verða offitusjúklingur sem hatar þá sem geta lifað lífinu og fundið hamingjuna í fífli og litlu lambi. Verð eina manneskjan í heiminumil að deyja af völdum mikils áhuga á hlaupum.

...til afbrýðissemi við að fylgjast með Hildi Söru sauma sér rykkt pils. Ég get ekki einu sinni puttaprjónað.

...til áður ómeðvitaðs kynþáttahaturs eftir að hafa beygt spænskar sagnir í klukkutíma. Spánverjar eru fífl! Hver þarf 2 sagnir sem báðar þýða "að vera" og eru báðar óreglulegar? Og af hverju þurfa 2 alveg óskyldar óreglulegar sagnir að hafa sömu mynd í préteriro indefinido, þannig að maður getur ómögulega vitað hvort einhver "fór" eða "var"? Og hver þarf 4 þátíðir, 2 framtíðir og 2 nútíðir til að tjá sig? Og 3 flokka reglulegra sagna, hvað er það?

... til í auganu eftir að hafa reynt í korter að troða í það linsu.

...til mín eftir að hafa þrifið herbergið mitt hátt og lágt, meira að segja rimlagardínurnar.

...afmælisgjöf Isabellu frænku í skúffunni undir rúmi þegar ég var að þrífa. Hm, hef greinilega ekki sent ömmu með hana til London, sem þýðir að litla skott fær ekki pakka frá mér á afmælisdaginn sinn. Gott Helga.

Kílómetrar: 14,5
Kaffibollar: 4

fimmtudagur, maí 26, 2005

 
Hér er óralangur listi með misáhugaverðum upplýsingum um mig... Þar sem spurningarnar eru á ensku ákvað ég að svara á sama máli, annað er ruglandi stílbrot

01. Name: Helga Valborg Steinarsdóttir
06. Hair Color: Top Secret
07. Height: 1.70 m
08. Righty or Lefty: Righty... Lefties are the horsemen of Apocalypse
09. Zodiac Sign: Aquarious
10. Marital Status: Single as the last doodoobird
11. Nicknames: Skotta (Lo' in an alternative universe)
12. Sex: Female
13. Siblings: Hildur Sara and Andri Oddur

STUFF THAT ISN'T REALLY IMPORTANT BUT I'M GONNA ASK ANYWAYS
14. What did you do yesterday?: Very productive; went for a run, cleaned my room, made phone calls, checked out my summershifts at work, wrote an e-mail, bought a birthday present and visited my colleague Steinlaug's new apartment
15. What did you do today?: Not so productive; went to the gym, attempted studying, napped, attempted studying, went to the post office, met with my coach, drove Andri around, attempted studying, and now this...
16. What are you doing tomorrow?: Run, then bloody study!
17. What are you listening to?: Some stupid TV Sit-com
18. What country/continent would you most like to visit?: China
19. What are you most afraid of?: Becoming nobody
20. What are you wearing?: PJs, always
21. What are you thinking about right now?: Will anyone ever read through this?
22. If you were a crayon, what color would you be?: Mossy-green
23. One pillow or two, cotton or feather?: One, feather, too soft
24. How do you eat a Reese's Peanut Butter Cup?: Take a bite, chew swallow, take a bite, chew... Most effective process

ARE YOU
26. A virgin?: What's it to you?
27. Understanding?: Hm... Maybe I'm not the person to answer that
28. Arrogant?: Happens, yes
29. Insecure?: Oh, yes
30. Interesting?: I hope so
31. Friendly?: Not according to my friend Valdís
32. Smart?: Yep
33. Moody?: I'm a bunch of hormones
34. Childish?: When dealing with my siblings, yes
35. Independent?: Destiny's Child's Independent Woman is my theme song
36. Emotionally Stable?: Told you I was all hormones
37. Shy?: Now, there's that "insecure" thing again
38. Attractive?: Can anyone say "insecure" and "shy"?
39. Bored Easily?: No
40. Responsible?: Very much so
41. Sad?: Ocasionally
42. Obsessive?: In deed
43. Obsessive compulsive?: Even more
44. Psycho?: We all get a little crazy sometime...

WHAT'S
45. Your heritage?: GRAND
46. Your weakness?: I'm a sucker to coffee and chocolate
48. Your perfect pizza?: No ham or sausages or minced beef meat
49. Your most embarrassing CD?: Backstreet Boys Greatest Hits
51. Your current Music?: Joni Mitchell, Coldplay
52. Your current Taste?: Currently I taste of Colgate tooth paste
53. Your current Hair?: Medium, reddish brown
54. Your current Smell?: Naomi Magic
55. Your current Favorite Celebrity?: ADRIAN BRODY, my husband
56. Your most overused phrase on AIM/AOL/MSN?: Hardy ever use that stuff
57. Your thoughts first waking up?: "Runing, how far, how fast?"
58. Your best physical feature?: My legs can run like hell!
59. Your bedtime?: Too late
60. Your most missed memory?: Christmastime in Austurhlíð
61. Your good luck charm?: Not so superstitious
62. Your favourite quote?: "The rest is silence - "
63. The Worst song you ever heard: Everything with Nylon
64. The last thing you ate?: Haddock with baked beans
65. The Last thing you said?: "Já"
66. The best song you ever heard?: Let it Be with the Beatles
67. The shoes you wore today?: Black ballerina shoes
68. The Most embarrassing thing you've done?: Not telling
69. Your room is like?: Very tidy, as I cleaned it yesterday
70. Goal you'd like to achieve?: Run a marathon in less than 4 hours

HAVE YOU EVER
71. Fallen for your best friend?: Fortunately not
72. Made out with JUST a friend?: No
73. Been rejected?: No
74. Been in love?: No
75. Been in lust?: Who hasn't?
76. Used someone?: I hope not
77. Been used?: Not that I know
78. Cheated on someone?: No
79. Been cheated on?: Bloody Kiera Kneightly was hitting on my Adrian for a while, but I think she didn't puul it off
80. Done something you regret?: Oh, dear
81. Loved someone so much it made you cry?: Yes
82. Smoked?: No
83. Broken the law?: Yes, plent of times
84. Broken a bone?: No
85. Cheated on a test?: No
86. Skinny dipped?: No, as am "insecure" and "shy"
87. Played truth or dare?: Yes, every teenage girl does
88. Flashed someone?: No, again "insecure" and "shy"
89. Mooned someone?: No, see reasons above
90. Kissed someone you didn't know?: Someone I hardly know
91. Been in a physical fight?: Only with my siblings
92. Ridden in a police car?: No :-(
93. Been on a plane?: Yes
94. Come close to dying?: No
95. Been in a sauna?: Yes
96. Been in a hot tub?: Of course
97. Swam in the ocean?: Yes, and do not approve of salt in my eyes and hair
98. Done illegal drugs?: No, although did posess some marijuana during our graduation trip
99. Played a game that required removal of clothing?: Yes, but was only surrounded by girlfriends, we weren't really getting the thing
100. If so, was it mixed company?: See above
101. Been trashed or extremely intoxicated?: Nope
102. Been called a tease?: Not that I recall
103. Gotten beaten up?: No
104. Considered a life of crime?: Crime in Iceland doesn't pay
105. Considered being a hooker?: Not in a million years

WHO WAS THE LAST PERSON
106. You talked to in person?: Mom
107. You talked to on the phone?: Eyrún
108. You instant messaged?: Björk
109. You had lunch with?: Dad
111. Who broke your heart?: "I am a rock, I am an island"
112. Who kissed you?: ...
113. You had physical contact with?: Mom

DO YOU
114. Colour your hair?: Sure
115. Have tattoos?: No, never
116. Have piercings?: Only for conservative earrings
117. Floss daily?: Nope :-/
118. Own a web cam?: No, only a digital cam I can't use
119. Ever get off the damn computer?: What computer?
120. Like Parks?: Uhmmm...yes...
121. Like school?: Am very academic
122. Collect anything?: Cups and everything related to coffee
123. Work?: Yes, in Penninn-Bókval, and then of course, I work out
124. Like shopping?: If I've got the money to spend
125. Party?: Not religiously
127. Sing?: Not enough
128. Have a crush?: I have a bloody husband, can't you take a hint?
129. Do you think you've been in love?: I know I haven't
131. Like(d) high school?: Up to a certain point
132. Want to get married?: Only if I find my man
133. Believe in yourself?: Yes, am very ego-centric
134. Get motion sickness?: Only if I read in the car
136. Think you're a health freak?: Am a runner, so well, I guess so
137. Get along with your parent(s)?: Yes, they arre very tolerant
138. Like thunderstorms?: Yes, a lot
139. Play an instrument?: Played the violin for15 years
140. Do you have a lava lamp?: No, but I have lava
141. Do you sleep with a stuffed animal?: No, am possessive of my bed

PREFERENCES
142. Pepsi or coke: Only ever Pepsi Max
143. McDonald's or Burger King: Don't do burgers
144. Single or group dates: Definately single
145. Adidas or Nike: Mix and match
146. Lipton Ice Tea or Nestea: Never tasted Lipton
147. Chocolate or vanilla: Chocolate forever
148. Cappuccino or coffee: Cappuchino is coffee
149. Chicken or fish: Fish.
150. Thongs or Panties (girls only please): Depends on the situation
151. Boxers or Briefs (guys only please): x
152. Candy or mints: Candy

IN THE PAST MONTH HAVE YOU
153. Drank alcohol?: Don't drink
155. Done a drug?: Don't do drugs
156. Had Sex?: Nope, don't count it with the drinks and drugs, though
157. Made Out?: No
158. Gone on a date?: Only business dates
159. Gone to the mall?: Yes, if Glerártorg counts
160. Eaten an entire box of Oreos?: Came close to it ;-)
161. Eaten sushi?: No, unfortunately
162. Been on stage?: No
163. Been dumped?: No, I'm not a trash
164. Gone skating?: No, not this year, I think
165. Made homemade cookies?: Oh yeas, oatmeal and raisin ones...
166. Gone skinny dipping?: Apperently, no
167. Dyed your hair?: Yes
168. Stolen anything?: The table decoration from my dimmisio feast

IN A GUY/GIRL
169. Best eye color: Definately brown
170. Best hair color: Dark, preferably brownish
171. Short or long hair: Short
172. Height: Tall :-)
174. Best articles of clothing: Jeans
175. Best first date location: Anywhere in the company of a crush
176. Best first kiss location: Irrelevant

DO YOU BELIEVE IN
177. Aliens?: Sure
178. Angels?: Yes, know a couple
179. Heaven?: Yes, truly
180. God?: Yes, or well, call it some "greater power"
182. Ghosts?: Yes, but refer to them as "wandering spirits"
183. Love?: I'd say so, yes
184. Love at first sight?: No
185. The tooth fairy?: Now, how silly is that?
186. Santa Claus?: Yes
187. The Easter Bunny?: Not the leas bit
188. Cupid?: No, no, no

YOUR FUTURE
189. Live?: Eventually Akureyri, but England and America in between
190. What do you want to study?: Literature of the world and the English language
191. What do you want to be when you grow up?: Successful
192. Who do you want to spend the rest of your life with?: My loved ones
193. Where do you want to get married?: The Church of Akureyri
194. Do you want to have a small or big wedding?: Small and cosy
195. Where do you want to go on your honeymoon?: To infinity... And beyond!
196. Do you want to have children?: Yes
197. How many children do you want to have?: Two
198. What do you want to name them?: Boy : Hrafn and Snæfríður Sólbjört
199. How do you want to die?: Peacefully

sunnudagur, maí 22, 2005

 

Hvað nú?

Á morgun er síðasti "hefðbundni" skóladagur minn í Menntaskólanum á Akureyri. Reyndar verður hann alls ekki hefðbundinn því þetta heitir víst "sparifatadagur" og allir 4. bekkingar og margir kennaranna mæta uppáklæddir, hreinir, stroknir og stífmálaðir í tíma. Svo er kennarakaffi á Gamla Sal í Löngu, síðustu Löngu.

Hjálpi mér.

Í tilefni alls þessa er ég nýbúin að baka ofnskúffu af súkkulaðiköku, sem liggur nú hér á eldhúsbekknum mér við hlið og dælir unaðslegum gufum inn um nasir mér. Það kom s.s. í minn hlut að baka skúffuköku fyrir þetta blessaða árdagskaffisamsæti og ég var rétt að koma því í verk núna, kl. 21:13. Það væri kannski ekki svo síðbúið ef ég hefði ekki ætlað mér að fara í háttinn kl. 22:00, svona þar sem ég svaf netta 4 tíma í nótt. En nú þarf kökuskömmin að kólna áður en ég set á hana kremið sem er auðvitað ekki enn komið í heiminn.

Já, Helga fanatíska, þræll, tja, vanans? Eða bara þrjóskunnar og þráhyggjunnar. Var s.s. í góðum gír heima í gærkvöldi, um kl. 23:30 að skoða blöð, eftir indælis júróvísjónteiti hjá Kötu, þegar Freyja vinnufélagi sendi mér sms og spurði hvort mér hugnaðist að vinna fyrri vakt í staðinn fyrir seinni. Jájá, fínt að vera heima annað kvöld, hugsaði ég og samþykkti. Reiknaði hins vegar ekki með því að auðvitað fyndi ég mig knúna til að lesa þessi fjandans blöð til kl. 02 og jafnframt fara á tveggja og hálfstíma hlaupaæfingu (+ teygjur) FYRIR vinnu - hafði óhjákvæmilega í för með sér að ég stillti klukkuna á 06:15, alveg sjálfviljug. Hefði getað sleppt því að hlaupa, eða bara hlaupið styttra, en NEEEEI! Masókistinn í mér nöldraði og nuddaði og röflaði að ég "væri búin að bíða eftir þessari æfingu í viku og síðasta langa æfing hefði verið léleg þar sem ég var að ná mér eftir KVEF DAUÐANS, þannig að núna yrði eitthvað að gerast!" Svo, það var snyrtileg 4ra tíma nótt, slöpp hlaupaæfing, æstur vinnudagur þar sem ég hreinlega þurrkaði upp á mér hendurnar, elda kvöldmatinn (lofaði því í einhverju bríaríi í gær) og svo þessi satans kaka.

Hvað get ég sagt? Hvað hef ég afrekað undanfarnar tvær vikur? Ekkert! Ekkert! Flýt sofandi að feigðarósi, þetta er búið, BÚIÐ! Skil ekki að ég muni varla mæta framar í tíma með þessu fólki sem hefur verið með mér alltaf, alla dag í 3 ár, sumir jafnvel 4, sumir 10, úff. Skil ekki að innan mánaðar verði ég ekki í þessum skóla, bara aldrei, og eftir 3 mánaði muni ég ekki búa heima lengur, bara aldrei. Og skil engan vegin að eftir rúman sólarhring muni ég, af fúsum og frjálsum vilja, klæðast mörgæsarbúningi, fara með frumsamið ljóð á frönsku og hoppa blindandi ofan í ískalda baðlaug fyrir framan allan skólann.

Hvað hef ég aðhafst undanfarið? (ekki krónólógískt):
- tekið síðustu munnnlegu prófin mín í spænsku og frönsku í MA
- tekið síðustu munnlegu prófin mín hjá Erni Þór
- tekið síðasta enskuprófið mitt í MA
- tekið síðasta íslenskuprófið mitt í MA
- prófað golf með slöppum árangri
- ekki prófað kajak, vei!
- keypt mér ofursæta útskriftarskó
- lesið Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur og Hjartastað eftir Steinunni Sigurðardóttir, sem báðar fengu íslensku bókmenntaverðlaunin og eru með bestu bókum sem ég hef kynnst!
- brutt þurrt neskaffi
- pantað tíma hjá tannlækni, lækni, fótaaðgerðarfræðingi, í sjónmælingu, í klippingu, myndatöku og plokkun og litun
- breytt tímunum hjá tannlækni, lækni, fótaaðgerðarfræðingi, í sjónmælingu, í klippingu, myndatöku og plokkun og litun
- ekki mætt í síðast Body Balance tímann
- leyft einhverri (sauma)konu að mæla mig á alla kanta og SKRIFA NIÐURSTÖÐURNAR HJÁ SÉR!
- horft á 5 Leiðarljósþætti
- farið á útskriftartónleikana hans Teits sem voru BARA YNDISLEGIR!
- reynt að lesa Sólar Sögu eftir Sigurborgu Þrastardóttur en veit ekki enn hvort ég fíla hana (bókna)
- ort limru á frönsku UM ÖRN ÞÓR!
- lesið eigin limru um Örn Þór á frönsku fyrir bekkinn minn, HA?
- ort limtu um Árnýju (afsakanlegt, hún er góð og falleg)
- lesið eigin limru um Árnýju fyrir bekkinn minn
- leigt mér risíbúð á Bergstaðarstræti í Reykjavík með Kötu og Erlu
- reynt að giftast Adrian Brody í tímalausu millivíddarástandi
- stofnað aðdáendaklúbb danska Evróvisjónfarans í appelsínrauðu skónum
- unnið ljóðakeppni Munins 2005, JÁ!
- borðað Ben & Jerry's ís
- bakað fjandans skúffukökuna
- keypt mér veski á 400 kall í Tiger
- skorið mig 7 sinnum á bók
- fengið bólu á augabrúnina
- mátað stúdentshúfuna hennar mömmu fyrir framan spegil 15 sinnum
- reynt við útlenskan kúnna
- þvegið minnst eina vél á dag
- bölvað lífsleiknikennaranum mínum í sand og fokking ösku
- horft á myndbandsupptöku af jólamáltíð í Austurhlíð 1988 og meira til
- stofnað sameignarfélag um þvottavél
- hellt upp á svo sterkt kaffi að það var ekki kaffibragð af því lengur
- sofið of lítið
- bloggað, núna, sjibbí!

Kílómetrar: 31,1
Kaffibollar: 2 (svo sterkir að þeir teljast sem 57)

sunnudagur, maí 08, 2005

 

HORrrible cold

Er bed hryddlilegt kveb og á gódri leid bed ad spredgja í mér hljódhibbdurdar med öddlu dessu sdýti. Mér fiddst hor ógesslegt. Og mér fiddst ekki flott ad vera med raudbólgid def seb blikkar eids og síreda.

Held samt ad verst af öllu sé að hafa ekki getað hreyft mig neitt af viti síðan á fimmtudag. Þegar ég vaknaði í gærmorgun hugsaði ég með mér að ekki væri galið að gera góðar teygjuæfingar svo hálsrígurinn mínn breiddist ekki út um alla vöðva líkamans, en það reyndist mikill misskilningur. Ég gat varla snert tærnar á sjálfri mér og ekki náð meira en 30° sveigju á hrygginn án þess að veina af sársauka og sjálfsvorkunn.

Eitthvað er meira um misskilning þessa dagana, en ég þóttist vera að leiðrétta Jóhann fyrir stuttu í svari við kommenti frá honum. Hann var að reyna að hugga mig eftir afskaplega dramatískt enskupróf, með þeim orðum að einkunnin ekki fram á stúdentsskírteini. Ég sagði JÚ VÍST!, enda voru það síðustu upplýsingar sem flest okkar fengu við kynningu á ill/samræmdum stúdentsprófum. Það virðist hins vegar hugsanlega ekki ætla aðverða raunin, enda verða þeir hjá námsmatsstofnun ekki búnir að skila af sér niðurstöðum prófanna þegar flestir framhaldsskólar landsins útskrifa nýstúdenta. Þess í stað á líklega einungis að standa: hefur þreytt samræmt stúdentspróf í íslensku/ensku/stærðfræði. Hins vegar er þetta bara orðið á götunni og maður veit varla hverju á að taka trúanlegu - bara ekki námsráðgjöfunum, og þá allra síst þeim sem ganga undir nafninu Herdís.

Já, nifteindin er tvítug í dag og bauð okkur í mat í gærkveldi áður en húsakynni hennar í Aðalstrætinu fylltust af partíglöðum unglingum. Það var indælt, Una, þú verður fyrirtakshúsmóðir ef þú bara lætur af þeim leiða ósið að hella heitu kjötsoði á hjálpsama veislgesti. Þegar ég gekk í bæinn benti reyndar allt til að illi tvíburinn hennar Unu, Bridget Jones nokkur, hefði tekið þar öll völd, og væri á góðri leið með að rústa eldhúsinu. Það bjargaðist þó allt og máltíðin varð heldur ljúffengari en í ónefndri dagbókarfærslu. Eitthvað gekk þó illa að hemja ýmis aðskotadýr sem herjuðu á samkvæmið. T.d hegðaði gestgjafinn sér á tímabili líkt og hann væri andsetinn, og því sá Inga ástæðu til spyrja hvort þetta stórskref á þroskaferlinum myndi hafa það í för með sér að Una tæki upp titilinn Mrs.Bree Van de Kamp, í stað þess að kenna sig við áðurnefnda Bridget. Mér finnst reyndar hæpið að slík stökkbreyting geti átt sér stað - myndi bera við stundarbrjálæði.

Kílómetrar: 0, fussumsvei
kaffibollar: 1 (and counting)

þriðjudagur, maí 03, 2005

 

Samræmt stúdentsmorð

í ensku var, eins og gefur að skilja, hundfúlt. Við erum náttúrulega að tala um hálftíma hlustunaræfingar, 6 lesskilningsverkefni, 2 málnotkunarverkefni og 2 ritunarverkefni. Nógur var tíminn, eða 3 klst og 45 mín, en eins og mér einni er lagið, var ég allt of lengi að öllu, og rétt marði að klára prófið. Gott Helga.

Eflaust hefur vegið pínulítið þungt að ég nennti þessu ekki, frekar en nokkrum öðrum sköpuðum hlut þessa dagana. Var í fýlu við menntamálaráðuneytið og gufuna sem er þar í forsvari (þó eflaust ráði ráðuneytisstjórar (njóta þess að ráða, hah!) þar dyrum og dyngjum, þessir ráðherrableðlar virðast svo uppteknir af því að vera einhver andlit flokkanna sinna út á við, að þeir gera ekkert sem nokkru alvöru máli skiptir, ybba bara gogg í sjónvarpi), í fýlu við Íslendinga sem snobba endalaust fyrir samanburði, þykjast þurfa að apa allt upp eftir öllum heimsins þjóðum, en sjá auðvitað bara það sem lítur vel út á pappír og er þægilegt í framkvæmd fyrir þá sem vinna á skrifstofum og ákveða hvernig lífið skuli ganga fyrir sig í landinu.

Sá einhver forsíðugrein Fréttablaðsins um að Íslendingar eigi heimsmet í notkun geðlyfsins methylphenidat (ritalíns)? Ekki er það smekklegt. Fullkomlega óeðlilegt, og lýsandi fyrir landann, hvernig við leitum alltaf flottra og þægilegra skammtímalausna á vandamálunumm, í stað þess að líta í eigin barm, viðurkenna að þar sé rót vandans og virkilega vinna í sjálfum okkar, okkar viðhorfi og hegðun.

Sólbrún botoxkona í Dieselbuxum: "Krakkinn er svo óþægur, guð, læknir, ég get ekki átt svona erfitt barn, ég sem er hin fullkomna ofurkona/húsmóðir/þáttastjórnandi á Stöð 2/líkamsræktarfrömuður, og gift forstjóra Eimskipafélags Gríslands, sem á helminginn í bæði Símanum og Og Vodafone (= heilt fjarskiptafyrirtæki, ræður hver segir hvað og við hvern, alltaf, alls staðar), hann hlýtur bara að vera veikur, litli anginn."
Myndarlegur lýtalæknir sem keppir í Fitness: "Hm, já, fröken, hann er örugglega ofvirkur og með athyglisbrest í þokkabót, já, á ég ekki bara að skrifa upp á eitthvað?"
Sólbrún botoxkona í Dieselbuxum: "Ó, jú (á innsoginu), það væri indælt, læknir, ég verð að komast í saumaklúbbinn með hinum 7 fyrrverandi Ungfrú Næsland.is í Bláa Lóninu, og maðurinn minn er í London með útrás (á viðhaldinu). Við erum mikilvægir þjóðfélagsþegnar og viljum gera allt til að vera áberandi í Séð og heyrt og Barnaland í býtið, en stundum verður maður bara að hafa tíma fyrir sjálfan sig."
Myndarlegur lýtalæknir sem keppir í Fitness: "Já, ég skil, (ehem), hér er ársskammtur af ritalíni, með smá extra sem þú getur tekið í nös á Vegamótum þegar lífið er erfitt. Hvar er annars sá litli?"
Sólbrún botoxkona í Dieselbuxum: "Æ, hann er á lífsstílsnámskeiði fyrir leikskólabörn hjá Gauja litla, sagðist ómögulega vilja sleppa tíma þegar ég spurði hann ekki."

Það sem er að hjá börnunum okkar er bara skólakerfinu og internetinu að kenna, og hana nú. Svo fá þau átraskanir á unglings- og snemmfullorðinsárum, og heilbrigðiskerfið má ekki vera að því að sinna þeim (sjá viðtal við Eddu Ýrr Einarsdóttur og Ölmu Geirdal í Nýju lífi og Fréttablaðinu 2. maí). Það er auðvitað enginn peningur til að sinna svona fólki á geðdeild því nauðsynlegt þykir að gamlir afdankaðir og útvatnaðir ráðherrar geti fengið greidd eftirlaun á meðan þeir halda áfram að gegna embættum fyrir Alþingi, og forsetinn sé á forsetalaunum til dauðadags, þótt hann sé löngu fluttur af Bessastöðum og farinn að láta borga undir sig annarsstaðar.

Kílómetrar: 12,35
Kaffibollar 1 (and counting)

mánudagur, maí 02, 2005

 

Hvað svo?

Bara rétt rúmar 4 vikur eftir af skólanum MEÐ PRÓFUM, og þar af er engin heil vika. Sem er eins gott því ég hreinlega nenni þessu alls ekki.

Bara get ekki gert lokaverkefnið mitt í íslensku, skil á föstudag, by the way, get ekki, get ekki... Fékk að sleppa því að vinna í vörutalningu svo ég gæti skrifað þessa óláns ritgerð og er þ.a.l. með tvöfalt samviskubit. Verð að taka mig saman og þreyja þorrann og góuna fram á föstudag, þá er þessi versti hausverkur ársins farinn og búinn að vera. Svei, oj bara, ullabjakk.

Fór ekki á kajak í íþróttatíma því var bara ekki í stuði til að blotna. Einfalt mál. Hins vegar var tíminn enginn tímasóun því ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að horfa Bensa klæða sig í hlífðarbuxurnar mínar.

Á morgun mun ég hins vegar glata 3 klst og 45 mín af lífi mínu. Þeim verður fórnað á altari stjórnmálaplebba sem vilja gera sig breiða, og láta líta út fyrir að þeir leggi metnað sinn í að bæta menntastofnanir landsins. Ég býst við því að eftir sólarhring eða svo fái gremja mín útrás. Eins og stendur er ég bara of andlega úrvinda eftir að hafa vorkennt sjálfri mér stanslaust síðan kl. 5:45 í morgun.

Já, og sumarið er komið, það verður ekki um villst. Um helgina þurfti ég að ráða niðurlögum akfeitrar randaflugu í vinnunni. Sú hafði komið sér vel fyrir í minningarkortaskúffunni á bak við, í skjóli minningarsjóðs krabbameinssjúkra barna, sem ég átti einmitt erindi við. Að sjálfsögðu kallaði ég á víkingasveitina, og Trausti og Eyþór þustu neðan úr tölvudeild, reiðubúnir að rýma bygginguna. Þeim fannst þetta víst eittvað fyndið, en mér þótti ekkert spaugilegt við aðstæður. Í fyrsta lagi alveg hryllilegt að verða fyrir barðinu á svona óargadýri og ráða bara ekki neitt við neitt, og í annan stað mjög svo bagalegt að verða uppvís að því að hegða sér eins og dömudrusla í neyð/kona í klípu og láta þessa apaketti bjarga sér.

Kílómetrar: 7,15
Kaffibollar: 3 1/2

sunnudagur, maí 01, 2005

 

Tækninni ekki treystandi

Lítur út fyrir að minn unaðslegi pediometer sé ekki alveg nákvæmur. Hef 2x gert mælingu eftirá og mér virðist sem skekkjumörkin séu um 3 km. Hvað er nú það?
Rass, hvað mér leiðast svona græjulufsur.

Fór ekki í kröfugöngu þó að hljóti að teljast láglaunakona og verkafólk og allt það. Ég held að Gunnar Dungal muni aldrei heyra fréttir af svoleiðis tiltækjum hér á norðurhjara. Fór reyndar í kröfustöðu á föstudaginn á Ráðhústorgi til að mótmæla því hvernig ofbeldistruntulýður veður uppi á vorri ástkæru fósturmold, og bakar þar drullukökur sem valda almennri ógleði og sóðalegum uppköstum.

Fór líka í kaffi til ömmu og afa í Holtateigi áðan, og frétti þar að Egill frændi hafi verið í uppskurði, og um leið og hann sé fær um að skakklappast heim, þá verði Regína frænka, konan hans, lögð inn og skorin upp og niður, og ég veit ekki hvað og hvað. Af hverju frétti ég svona lagað helst eftir á? Yrði örugglega síðust til að frétta af eigin aðgerð, myndi líklega ekkert heyra fyrr en samúðarskeytin færu að berast eftir jarðarförina. Bleh.

Er búin að skoða nýju kjallaraholuna Unnar og Sigga. Hún er ofurkrúttleg og það mun verða yndislegt að koma þangað í heimsókn ALLTAF, þ.e. þegar Unnur mín er ekki í söngtíma eða á kóræfingu eða í tónheyrn eða á óperuæfingu eða að syngja á tónleikum eða í hljómfræðitíma eða í tónlistarsöguprófi eða að dansa við Saddam Hussein í Kína.

Og ætla núna í Brynju, vei!

Kílómetrar: 31, 2
Kaffibollar: 2

This page is powered by Blogger. Isn't yours?