sunnudagur, maí 29, 2005

 

Ég fann...

...til hamingju og efasemda í senn þegar ég fór í fótsnyrtingu. Já, fór í fótsnyrtingu, og hana nú. Var reyndar framkvæmt á fótaaðgerðarstofu hjá fótaaðgerðarfræðingi, með það að markmiði að vinna á massívu siggi á hæl og tá og leita ráða í eilífri baráttu minni við naglsveppinn óvinnandi. Sá reyndist ekki vera til staðar. Maður spyr sig: "HA?!" Hvað í andskotanum meinaði konan? Ja, hún vildi barasta meina að ég væri ekki með neinn bévítans naglsvepp, eins og haldið hefur verið fram undanfarin égveitekkihvaðmörg ár. Nei, ég er bara með sigg undir tánöglunum. Eða nei, VAR með sigg þarna undir niðri. Daman gerði sér lítið fyrir og tók það, allt. Er núna með iljar eins og ungbarn og táneglur eins og Paris Hilton á jólunum.
Vísindaleg skýring: við mikið álag á rót tánagla, líkt og við mikil hlaup myndast sigg undir nöglnni, líkt og á hæl og tábergi.
Fékk leiðbeiningar um hvernig ég get hindrað slíkt í að eiga sér stað á nýjan leik, bara pússapússapússa...

...til taugaveiklunar eftir að hafa lofað að mæta á hlaupaæfingu hjá UFA á morgun kl. 17:30. Hjálp, mun deyja, get ekki hlaupið, get ekki neitt, mun gera mig að fífli og þjálfarinn sjá eftir að hafa dregið mig á staðinn. Verð hötuð og fyrirlitin að eilífu, leggst í þunglyndi, hætti að hreyfa mig en mun hér eftir eyða öllum dögum fyrir framan sjónvarpið með feitan hammara, kók og snakk. Mun ekki mæta í vinnuna, verða rekin, verða offitusjúklingur sem hatar þá sem geta lifað lífinu og fundið hamingjuna í fífli og litlu lambi. Verð eina manneskjan í heiminumil að deyja af völdum mikils áhuga á hlaupum.

...til afbrýðissemi við að fylgjast með Hildi Söru sauma sér rykkt pils. Ég get ekki einu sinni puttaprjónað.

...til áður ómeðvitaðs kynþáttahaturs eftir að hafa beygt spænskar sagnir í klukkutíma. Spánverjar eru fífl! Hver þarf 2 sagnir sem báðar þýða "að vera" og eru báðar óreglulegar? Og af hverju þurfa 2 alveg óskyldar óreglulegar sagnir að hafa sömu mynd í préteriro indefinido, þannig að maður getur ómögulega vitað hvort einhver "fór" eða "var"? Og hver þarf 4 þátíðir, 2 framtíðir og 2 nútíðir til að tjá sig? Og 3 flokka reglulegra sagna, hvað er það?

... til í auganu eftir að hafa reynt í korter að troða í það linsu.

...til mín eftir að hafa þrifið herbergið mitt hátt og lágt, meira að segja rimlagardínurnar.

...afmælisgjöf Isabellu frænku í skúffunni undir rúmi þegar ég var að þrífa. Hm, hef greinilega ekki sent ömmu með hana til London, sem þýðir að litla skott fær ekki pakka frá mér á afmælisdaginn sinn. Gott Helga.

Kílómetrar: 14,5
Kaffibollar: 4

Comments:
Ég fann...

Dustbunny of doom undir sófa. Held að hún hafi étið Sigurð

Til, eftir að hafa barið hausnum við vegg eftir frönskudraslið allt saman

til hræðslu, þar sem ég veit ekki hvað ég á f mér að gera eftir að hafa fangið húfuna

til pirrings yfir því að vera hrædd við ímyndaðan tölvuleikjakarakter sem drepur fólk og gengur undir nafninu Piggsy, how pathetic is that?

Kaffi?
 
Ég fann skyndilega til mikillar tilhlökkunar í gær :) Hvít húfa, já takk!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?