sunnudagur, maí 01, 2005

 

Tækninni ekki treystandi

Lítur út fyrir að minn unaðslegi pediometer sé ekki alveg nákvæmur. Hef 2x gert mælingu eftirá og mér virðist sem skekkjumörkin séu um 3 km. Hvað er nú það?
Rass, hvað mér leiðast svona græjulufsur.

Fór ekki í kröfugöngu þó að hljóti að teljast láglaunakona og verkafólk og allt það. Ég held að Gunnar Dungal muni aldrei heyra fréttir af svoleiðis tiltækjum hér á norðurhjara. Fór reyndar í kröfustöðu á föstudaginn á Ráðhústorgi til að mótmæla því hvernig ofbeldistruntulýður veður uppi á vorri ástkæru fósturmold, og bakar þar drullukökur sem valda almennri ógleði og sóðalegum uppköstum.

Fór líka í kaffi til ömmu og afa í Holtateigi áðan, og frétti þar að Egill frændi hafi verið í uppskurði, og um leið og hann sé fær um að skakklappast heim, þá verði Regína frænka, konan hans, lögð inn og skorin upp og niður, og ég veit ekki hvað og hvað. Af hverju frétti ég svona lagað helst eftir á? Yrði örugglega síðust til að frétta af eigin aðgerð, myndi líklega ekkert heyra fyrr en samúðarskeytin færu að berast eftir jarðarförina. Bleh.

Er búin að skoða nýju kjallaraholuna Unnar og Sigga. Hún er ofurkrúttleg og það mun verða yndislegt að koma þangað í heimsókn ALLTAF, þ.e. þegar Unnur mín er ekki í söngtíma eða á kóræfingu eða í tónheyrn eða á óperuæfingu eða að syngja á tónleikum eða í hljómfræðitíma eða í tónlistarsöguprófi eða að dansa við Saddam Hussein í Kína.

Og ætla núna í Brynju, vei!

Kílómetrar: 31, 2
Kaffibollar: 2

Comments:
31km Ertu ordin alveg crazy nuna
 
Er að spá í að hlaupa maraþon :-) Það yrði þrusugott.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?