sunnudagur, maí 22, 2005
Hvað nú?
Á morgun er síðasti "hefðbundni" skóladagur minn í Menntaskólanum á Akureyri. Reyndar verður hann alls ekki hefðbundinn því þetta heitir víst "sparifatadagur" og allir 4. bekkingar og margir kennaranna mæta uppáklæddir, hreinir, stroknir og stífmálaðir í tíma. Svo er kennarakaffi á Gamla Sal í Löngu, síðustu Löngu.
Hjálpi mér.
Í tilefni alls þessa er ég nýbúin að baka ofnskúffu af súkkulaðiköku, sem liggur nú hér á eldhúsbekknum mér við hlið og dælir unaðslegum gufum inn um nasir mér. Það kom s.s. í minn hlut að baka skúffuköku fyrir þetta blessaða árdagskaffisamsæti og ég var rétt að koma því í verk núna, kl. 21:13. Það væri kannski ekki svo síðbúið ef ég hefði ekki ætlað mér að fara í háttinn kl. 22:00, svona þar sem ég svaf netta 4 tíma í nótt. En nú þarf kökuskömmin að kólna áður en ég set á hana kremið sem er auðvitað ekki enn komið í heiminn.
Já, Helga fanatíska, þræll, tja, vanans? Eða bara þrjóskunnar og þráhyggjunnar. Var s.s. í góðum gír heima í gærkvöldi, um kl. 23:30 að skoða blöð, eftir indælis júróvísjónteiti hjá Kötu, þegar Freyja vinnufélagi sendi mér sms og spurði hvort mér hugnaðist að vinna fyrri vakt í staðinn fyrir seinni. Jájá, fínt að vera heima annað kvöld, hugsaði ég og samþykkti. Reiknaði hins vegar ekki með því að auðvitað fyndi ég mig knúna til að lesa þessi fjandans blöð til kl. 02 og jafnframt fara á tveggja og hálfstíma hlaupaæfingu (+ teygjur) FYRIR vinnu - hafði óhjákvæmilega í för með sér að ég stillti klukkuna á 06:15, alveg sjálfviljug. Hefði getað sleppt því að hlaupa, eða bara hlaupið styttra, en NEEEEI! Masókistinn í mér nöldraði og nuddaði og röflaði að ég "væri búin að bíða eftir þessari æfingu í viku og síðasta langa æfing hefði verið léleg þar sem ég var að ná mér eftir KVEF DAUÐANS, þannig að núna yrði eitthvað að gerast!" Svo, það var snyrtileg 4ra tíma nótt, slöpp hlaupaæfing, æstur vinnudagur þar sem ég hreinlega þurrkaði upp á mér hendurnar, elda kvöldmatinn (lofaði því í einhverju bríaríi í gær) og svo þessi satans kaka.
Hvað get ég sagt? Hvað hef ég afrekað undanfarnar tvær vikur? Ekkert! Ekkert! Flýt sofandi að feigðarósi, þetta er búið, BÚIÐ! Skil ekki að ég muni varla mæta framar í tíma með þessu fólki sem hefur verið með mér alltaf, alla dag í 3 ár, sumir jafnvel 4, sumir 10, úff. Skil ekki að innan mánaðar verði ég ekki í þessum skóla, bara aldrei, og eftir 3 mánaði muni ég ekki búa heima lengur, bara aldrei. Og skil engan vegin að eftir rúman sólarhring muni ég, af fúsum og frjálsum vilja, klæðast mörgæsarbúningi, fara með frumsamið ljóð á frönsku og hoppa blindandi ofan í ískalda baðlaug fyrir framan allan skólann.
Hvað hef ég aðhafst undanfarið? (ekki krónólógískt):
- tekið síðustu munnnlegu prófin mín í spænsku og frönsku í MA
- tekið síðustu munnlegu prófin mín hjá Erni Þór
- tekið síðasta enskuprófið mitt í MA
- tekið síðasta íslenskuprófið mitt í MA
- prófað golf með slöppum árangri
- ekki prófað kajak, vei!
- keypt mér ofursæta útskriftarskó
- lesið Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur og Hjartastað eftir Steinunni Sigurðardóttir, sem báðar fengu íslensku bókmenntaverðlaunin og eru með bestu bókum sem ég hef kynnst!
- brutt þurrt neskaffi
- pantað tíma hjá tannlækni, lækni, fótaaðgerðarfræðingi, í sjónmælingu, í klippingu, myndatöku og plokkun og litun
- breytt tímunum hjá tannlækni, lækni, fótaaðgerðarfræðingi, í sjónmælingu, í klippingu, myndatöku og plokkun og litun
- ekki mætt í síðast Body Balance tímann
- leyft einhverri (sauma)konu að mæla mig á alla kanta og SKRIFA NIÐURSTÖÐURNAR HJÁ SÉR!
- horft á 5 Leiðarljósþætti
- farið á útskriftartónleikana hans Teits sem voru BARA YNDISLEGIR!
- reynt að lesa Sólar Sögu eftir Sigurborgu Þrastardóttur en veit ekki enn hvort ég fíla hana (bókna)
- ort limru á frönsku UM ÖRN ÞÓR!
- lesið eigin limru um Örn Þór á frönsku fyrir bekkinn minn, HA?
- ort limtu um Árnýju (afsakanlegt, hún er góð og falleg)
- lesið eigin limru um Árnýju fyrir bekkinn minn
- leigt mér risíbúð á Bergstaðarstræti í Reykjavík með Kötu og Erlu
- reynt að giftast Adrian Brody í tímalausu millivíddarástandi
- stofnað aðdáendaklúbb danska Evróvisjónfarans í appelsínrauðu skónum
- unnið ljóðakeppni Munins 2005, JÁ!
- borðað Ben & Jerry's ís
- bakað fjandans skúffukökuna
- keypt mér veski á 400 kall í Tiger
- skorið mig 7 sinnum á bók
- fengið bólu á augabrúnina
- mátað stúdentshúfuna hennar mömmu fyrir framan spegil 15 sinnum
- reynt við útlenskan kúnna
- þvegið minnst eina vél á dag
- bölvað lífsleiknikennaranum mínum í sand og fokking ösku
- horft á myndbandsupptöku af jólamáltíð í Austurhlíð 1988 og meira til
- stofnað sameignarfélag um þvottavél
- hellt upp á svo sterkt kaffi að það var ekki kaffibragð af því lengur
- sofið of lítið
- bloggað, núna, sjibbí!
Kílómetrar: 31,1
Kaffibollar: 2 (svo sterkir að þeir teljast sem 57)
Hjálpi mér.
Í tilefni alls þessa er ég nýbúin að baka ofnskúffu af súkkulaðiköku, sem liggur nú hér á eldhúsbekknum mér við hlið og dælir unaðslegum gufum inn um nasir mér. Það kom s.s. í minn hlut að baka skúffuköku fyrir þetta blessaða árdagskaffisamsæti og ég var rétt að koma því í verk núna, kl. 21:13. Það væri kannski ekki svo síðbúið ef ég hefði ekki ætlað mér að fara í háttinn kl. 22:00, svona þar sem ég svaf netta 4 tíma í nótt. En nú þarf kökuskömmin að kólna áður en ég set á hana kremið sem er auðvitað ekki enn komið í heiminn.
Já, Helga fanatíska, þræll, tja, vanans? Eða bara þrjóskunnar og þráhyggjunnar. Var s.s. í góðum gír heima í gærkvöldi, um kl. 23:30 að skoða blöð, eftir indælis júróvísjónteiti hjá Kötu, þegar Freyja vinnufélagi sendi mér sms og spurði hvort mér hugnaðist að vinna fyrri vakt í staðinn fyrir seinni. Jájá, fínt að vera heima annað kvöld, hugsaði ég og samþykkti. Reiknaði hins vegar ekki með því að auðvitað fyndi ég mig knúna til að lesa þessi fjandans blöð til kl. 02 og jafnframt fara á tveggja og hálfstíma hlaupaæfingu (+ teygjur) FYRIR vinnu - hafði óhjákvæmilega í för með sér að ég stillti klukkuna á 06:15, alveg sjálfviljug. Hefði getað sleppt því að hlaupa, eða bara hlaupið styttra, en NEEEEI! Masókistinn í mér nöldraði og nuddaði og röflaði að ég "væri búin að bíða eftir þessari æfingu í viku og síðasta langa æfing hefði verið léleg þar sem ég var að ná mér eftir KVEF DAUÐANS, þannig að núna yrði eitthvað að gerast!" Svo, það var snyrtileg 4ra tíma nótt, slöpp hlaupaæfing, æstur vinnudagur þar sem ég hreinlega þurrkaði upp á mér hendurnar, elda kvöldmatinn (lofaði því í einhverju bríaríi í gær) og svo þessi satans kaka.
Hvað get ég sagt? Hvað hef ég afrekað undanfarnar tvær vikur? Ekkert! Ekkert! Flýt sofandi að feigðarósi, þetta er búið, BÚIÐ! Skil ekki að ég muni varla mæta framar í tíma með þessu fólki sem hefur verið með mér alltaf, alla dag í 3 ár, sumir jafnvel 4, sumir 10, úff. Skil ekki að innan mánaðar verði ég ekki í þessum skóla, bara aldrei, og eftir 3 mánaði muni ég ekki búa heima lengur, bara aldrei. Og skil engan vegin að eftir rúman sólarhring muni ég, af fúsum og frjálsum vilja, klæðast mörgæsarbúningi, fara með frumsamið ljóð á frönsku og hoppa blindandi ofan í ískalda baðlaug fyrir framan allan skólann.
Hvað hef ég aðhafst undanfarið? (ekki krónólógískt):
- tekið síðustu munnnlegu prófin mín í spænsku og frönsku í MA
- tekið síðustu munnlegu prófin mín hjá Erni Þór
- tekið síðasta enskuprófið mitt í MA
- tekið síðasta íslenskuprófið mitt í MA
- prófað golf með slöppum árangri
- ekki prófað kajak, vei!
- keypt mér ofursæta útskriftarskó
- lesið Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur og Hjartastað eftir Steinunni Sigurðardóttir, sem báðar fengu íslensku bókmenntaverðlaunin og eru með bestu bókum sem ég hef kynnst!
- brutt þurrt neskaffi
- pantað tíma hjá tannlækni, lækni, fótaaðgerðarfræðingi, í sjónmælingu, í klippingu, myndatöku og plokkun og litun
- breytt tímunum hjá tannlækni, lækni, fótaaðgerðarfræðingi, í sjónmælingu, í klippingu, myndatöku og plokkun og litun
- ekki mætt í síðast Body Balance tímann
- leyft einhverri (sauma)konu að mæla mig á alla kanta og SKRIFA NIÐURSTÖÐURNAR HJÁ SÉR!
- horft á 5 Leiðarljósþætti
- farið á útskriftartónleikana hans Teits sem voru BARA YNDISLEGIR!
- reynt að lesa Sólar Sögu eftir Sigurborgu Þrastardóttur en veit ekki enn hvort ég fíla hana (bókna)
- ort limru á frönsku UM ÖRN ÞÓR!
- lesið eigin limru um Örn Þór á frönsku fyrir bekkinn minn, HA?
- ort limtu um Árnýju (afsakanlegt, hún er góð og falleg)
- lesið eigin limru um Árnýju fyrir bekkinn minn
- leigt mér risíbúð á Bergstaðarstræti í Reykjavík með Kötu og Erlu
- reynt að giftast Adrian Brody í tímalausu millivíddarástandi
- stofnað aðdáendaklúbb danska Evróvisjónfarans í appelsínrauðu skónum
- unnið ljóðakeppni Munins 2005, JÁ!
- borðað Ben & Jerry's ís
- bakað fjandans skúffukökuna
- keypt mér veski á 400 kall í Tiger
- skorið mig 7 sinnum á bók
- fengið bólu á augabrúnina
- mátað stúdentshúfuna hennar mömmu fyrir framan spegil 15 sinnum
- reynt við útlenskan kúnna
- þvegið minnst eina vél á dag
- bölvað lífsleiknikennaranum mínum í sand og fokking ösku
- horft á myndbandsupptöku af jólamáltíð í Austurhlíð 1988 og meira til
- stofnað sameignarfélag um þvottavél
- hellt upp á svo sterkt kaffi að það var ekki kaffibragð af því lengur
- sofið of lítið
- bloggað, núna, sjibbí!
Kílómetrar: 31,1
Kaffibollar: 2 (svo sterkir að þeir teljast sem 57)
<< Home