mánudagur, maí 02, 2005
Hvað svo?
Bara rétt rúmar 4 vikur eftir af skólanum MEÐ PRÓFUM, og þar af er engin heil vika. Sem er eins gott því ég hreinlega nenni þessu alls ekki.
Bara get ekki gert lokaverkefnið mitt í íslensku, skil á föstudag, by the way, get ekki, get ekki... Fékk að sleppa því að vinna í vörutalningu svo ég gæti skrifað þessa óláns ritgerð og er þ.a.l. með tvöfalt samviskubit. Verð að taka mig saman og þreyja þorrann og góuna fram á föstudag, þá er þessi versti hausverkur ársins farinn og búinn að vera. Svei, oj bara, ullabjakk.
Fór ekki á kajak í íþróttatíma því var bara ekki í stuði til að blotna. Einfalt mál. Hins vegar var tíminn enginn tímasóun því ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að horfa Bensa klæða sig í hlífðarbuxurnar mínar.
Á morgun mun ég hins vegar glata 3 klst og 45 mín af lífi mínu. Þeim verður fórnað á altari stjórnmálaplebba sem vilja gera sig breiða, og láta líta út fyrir að þeir leggi metnað sinn í að bæta menntastofnanir landsins. Ég býst við því að eftir sólarhring eða svo fái gremja mín útrás. Eins og stendur er ég bara of andlega úrvinda eftir að hafa vorkennt sjálfri mér stanslaust síðan kl. 5:45 í morgun.
Já, og sumarið er komið, það verður ekki um villst. Um helgina þurfti ég að ráða niðurlögum akfeitrar randaflugu í vinnunni. Sú hafði komið sér vel fyrir í minningarkortaskúffunni á bak við, í skjóli minningarsjóðs krabbameinssjúkra barna, sem ég átti einmitt erindi við. Að sjálfsögðu kallaði ég á víkingasveitina, og Trausti og Eyþór þustu neðan úr tölvudeild, reiðubúnir að rýma bygginguna. Þeim fannst þetta víst eittvað fyndið, en mér þótti ekkert spaugilegt við aðstæður. Í fyrsta lagi alveg hryllilegt að verða fyrir barðinu á svona óargadýri og ráða bara ekki neitt við neitt, og í annan stað mjög svo bagalegt að verða uppvís að því að hegða sér eins og dömudrusla í neyð/kona í klípu og láta þessa apaketti bjarga sér.
Kílómetrar: 7,15
Kaffibollar: 3 1/2
Bara get ekki gert lokaverkefnið mitt í íslensku, skil á föstudag, by the way, get ekki, get ekki... Fékk að sleppa því að vinna í vörutalningu svo ég gæti skrifað þessa óláns ritgerð og er þ.a.l. með tvöfalt samviskubit. Verð að taka mig saman og þreyja þorrann og góuna fram á föstudag, þá er þessi versti hausverkur ársins farinn og búinn að vera. Svei, oj bara, ullabjakk.
Fór ekki á kajak í íþróttatíma því var bara ekki í stuði til að blotna. Einfalt mál. Hins vegar var tíminn enginn tímasóun því ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að horfa Bensa klæða sig í hlífðarbuxurnar mínar.
Á morgun mun ég hins vegar glata 3 klst og 45 mín af lífi mínu. Þeim verður fórnað á altari stjórnmálaplebba sem vilja gera sig breiða, og láta líta út fyrir að þeir leggi metnað sinn í að bæta menntastofnanir landsins. Ég býst við því að eftir sólarhring eða svo fái gremja mín útrás. Eins og stendur er ég bara of andlega úrvinda eftir að hafa vorkennt sjálfri mér stanslaust síðan kl. 5:45 í morgun.
Já, og sumarið er komið, það verður ekki um villst. Um helgina þurfti ég að ráða niðurlögum akfeitrar randaflugu í vinnunni. Sú hafði komið sér vel fyrir í minningarkortaskúffunni á bak við, í skjóli minningarsjóðs krabbameinssjúkra barna, sem ég átti einmitt erindi við. Að sjálfsögðu kallaði ég á víkingasveitina, og Trausti og Eyþór þustu neðan úr tölvudeild, reiðubúnir að rýma bygginguna. Þeim fannst þetta víst eittvað fyndið, en mér þótti ekkert spaugilegt við aðstæður. Í fyrsta lagi alveg hryllilegt að verða fyrir barðinu á svona óargadýri og ráða bara ekki neitt við neitt, og í annan stað mjög svo bagalegt að verða uppvís að því að hegða sér eins og dömudrusla í neyð/kona í klípu og láta þessa apaketti bjarga sér.
Kílómetrar: 7,15
Kaffibollar: 3 1/2
<< Home