þriðjudagur, júní 20, 2006

 

Ég lifi

er bók. Og líka staða mála þessa dagana.
Nenni ekki að blogga svo ég sleppi því bara.
Maður verður nú að fá einhvers konar sumarfrí...
Að öllum líkindum tek ég þó við mér áður en of langt um líður svo örvæntið ekki (úff, egó).

Í fréttum er þetta helst: Á miðvikudag eru sumarsólstöður og ég ætlaði að velta mér ber upp úr dögginni í garðinum heima. Svo eitraði pabbi fyrir pöddum svo ég þarf að koma mér upp nýjum áformum. Oh.

Taa,
Helga Wigglesworth

Comments:
Gúbbý glaður :o)

Það er mikið við hæfi að ég skuli vera hér fyrst manna til að kommenta þar sem ég hef lesið dánarfregnirnar svona fimm milljón sinnum (eldheitur aðdáandi sjáðu til)

Er ekki nóg af görðum á Akureyri? Sé ekki hvað vandamálið er... ;op
 
Obbobbobb, hvað kom til (lagaðist bloggerinn). Alltaf gaman að sjá smá líf!
 
Hjúkk! Maður var farinn að hafa smá áhyggjur.
Tvímælalaust jákvæðari titill sem blasir við núna. ;-)
 
það að velta sér nakinn í dögginni á jónsmessunótt í kjarnaskógi, hefur löngum talinn góð hefð, talaðu við ingimar, hann er á bömmer að enginn geti gert þetta með honum þetta árið
 
Varstu búin að taka eftir þessu?
http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1209074
Það væri gaman. Eða kannski ætti að leyfa þáttunum bara að standa fyrir sínu. Sjáum hvað verður.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?