laugardagur, febrúar 19, 2005

 

ENDORFÍN

...er minn lífselexír!
Þvílík sæla, sem ég öðlaðist í morgun. Mér flýgur í hug það sem Terence, "sérstaki viðskiptavinurinn" hennar Maríu í 11 mínútum e. Paulo Coelho, sagði um hvernig við finnum leið til frelsis, þá aðeins við þorum að mæta óttanum. Það er sannleikur. Heimspekilegar skoðanir Terence á sadó-masókismanum eru hins vegar rotin afbökun á fallegum staðreyndum. Leiðin til hamingju sem hríslast um hverja taug, liggur í gegnum erfiði, sársauka sem maður leggur á sig án þess að niðurlægja nokkra sálu. Íþróttamenn eru fullkomið dæmi - þér líður kannski bölvanlega á erfiðri æfingu, en þú heldur áfram því þú veist að það gerir þér svo gott.

Í morgun hljóp ég í klukkutíma áður en Body Balance byrjaði - fáránlega erfiðan klukkutíma. Bókstaflega þaut af brettinu og inn í Tai-Chi uphitun, og það var bara himnaríki. Allir vöðvaþræðirnir stundu af vellíðan og lungun ætluðu að fljúga með mig á andardrættinum hærra, hærra... The Runner's High... Fyrirbærið hefur verið vísindalega rannsakað, skilgreint og viðurkennt. Það er þetta sem maður er alltaf að eltast við, eins og óður héri út um allan bæ, eða sturlaður kjúklingur á brettinu úti á Bjargi.

Comments:
Alveg sammala ther med "the runners high", ein besta tilfinning sem haegt er ad fa!
Gaman ad skoda siduna thina!
Aldis fraenka i snjokomu a Italiu
 
Ó, sálufélagi kær, it's in the blood!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?