fimmtudagur, febrúar 17, 2005
Glötuð augnablik
Dagurinn í dag hefur einkennst af tímasóun.
Eyddi 5 mín í að setja á mig svitaband áður en ég fór á Bjarg í morgun. Og áður en ég var svo mikið sem stigin upp á hlaupabrettið var helv... bandið skriðið aftur á bak og niður að ökkla. Afleiðingin var sú að ég leit út eins og hörmulegt 80s tískuslys, með toppinn út í loftið. Eins og það sé ekki nóg að vera alltaf grútmygluð og illa sofin þarna út frá, og í þokkabót eldrauð og rennandi sveitt. Skrýtið að ég sé ekki löngu búin að ná mér í eitt af þessum vöðvabúntum sem æfa á sama tíma.
Ææ
Eyddi 1 1/2 klst í að reyna að breyta stillingunum á þessari síðuómynd, svo að fyrirbæri á borð við About Me og Comments, mættu vera á hinu ástkæra ylhýra, en árangurslaust, þar sem ég er tæknilega heftari en Leppalúði.
Ææ
Eyddi 20 mín í að bíða eftir fundi með tónlistarmanni út af þessu Birtingarstússi. EN - þar sem ég dundaði við að skoða myndir af MA-stúdentum síðan á steinöld, fann ég mynd af elsta ömmubróður mínum, sem dó úr krabbameini þegar hann var 19 ára. Alltaf þegar amma Helga talar um hann virkar þetta fullorðinn maður, enda stóri bróðir. Samt er ég orðin eldri en hann varð nokkru sinni.
Eyddi 5 mín í að setja á mig svitaband áður en ég fór á Bjarg í morgun. Og áður en ég var svo mikið sem stigin upp á hlaupabrettið var helv... bandið skriðið aftur á bak og niður að ökkla. Afleiðingin var sú að ég leit út eins og hörmulegt 80s tískuslys, með toppinn út í loftið. Eins og það sé ekki nóg að vera alltaf grútmygluð og illa sofin þarna út frá, og í þokkabót eldrauð og rennandi sveitt. Skrýtið að ég sé ekki löngu búin að ná mér í eitt af þessum vöðvabúntum sem æfa á sama tíma.
Ææ
Eyddi 1 1/2 klst í að reyna að breyta stillingunum á þessari síðuómynd, svo að fyrirbæri á borð við About Me og Comments, mættu vera á hinu ástkæra ylhýra, en árangurslaust, þar sem ég er tæknilega heftari en Leppalúði.
Ææ
Eyddi 20 mín í að bíða eftir fundi með tónlistarmanni út af þessu Birtingarstússi. EN - þar sem ég dundaði við að skoða myndir af MA-stúdentum síðan á steinöld, fann ég mynd af elsta ömmubróður mínum, sem dó úr krabbameini þegar hann var 19 ára. Alltaf þegar amma Helga talar um hann virkar þetta fullorðinn maður, enda stóri bróðir. Samt er ég orðin eldri en hann varð nokkru sinni.
<< Home