fimmtudagur, febrúar 17, 2005
Hafið þið smakkað ferskt mangó?
Það er yndislegur ávöxtur svo ég ákvað að borða hann í kvöldmat og skellti saman uppskrift að ýsurétti og linsubaunasalati. 1 stórt mangó dugar í bæði fiskrétt og salat.
Maður verður náttúrulega að laga hlutföllin eftir hentisemi, ég trúi ekki á nákvæmar mælieiningar svo þið verðið að þola það.
Þetta magn dugar fyrir 3-4
Þetta er mjög einföld eldamennska, ekkert bras, bara brytja og blanda saman. Þeir sem vilja ekki olíu á salatið geta sleppt henni og notað bara lime-/sítrónusafa.
Fullkomlega hollt og næringarríkt, en ekkert leiðinlegt "megrunarfæðis-bastillu-hungursneyðaryfirbragð"
Bara gott bragð ;-)
Mangó-ýsa
- ýsa (magn eftir magaplássi matargesta)
- 1/2 kúrbítur
- 1/2 rauðlaukur
- 1/2 mangó
- BBQ-sósa
- soyasósa
- sítrónupipar
Skerið kúrbít og rauðlauk í fremur þykkar sneiðar og leggið í botninn á eldföstu móti. Kryddið ýsustykki með sítrónupipar, veltið vel upp úr BBQ-sósu og leggið ofan á (dreifið smá meiri BBQ-sósu á grænmetið sem stendur út undan). Skvettið smá soya yfir. Skerið mangó í bita og dreifið yfir allt saman. Setjið lok á formið og bakið við 180°C í ca. 15 mín.
Linsusalat með mangó
- 1 dós rauðar linsubaunir
- 2 lúkur salat (t.d. klettasalatblanda, spínatblanda eða jöklasalat)
- 2 stórir tómatar
- 1/2 rauðlaukur
- 1/2 búnt ferskt basilika
- 1 hvítlauksrif
- safi úr 1 lime/sítrónu
- 3 msk græn ólífuolía
- smá salt
- smá svartur pipar/cayenne pipar
Rífið salat, skerið tómata í báta, rauðlauk í strimla og saxið basiliku smátt. Hitið linsubaunir og hellið vökvanum af. Blandið linsubaunum og grænmeti saman í skál. Saxið hvítlaukinn smátt, kreistið safa úr lime/sítrónu, hristið hvort tveggja saman við ólífuolíu, salt og svartan pipar/cayennepipar og skvettið yfir salatið.
Bon appetit!
Maður verður náttúrulega að laga hlutföllin eftir hentisemi, ég trúi ekki á nákvæmar mælieiningar svo þið verðið að þola það.
Þetta magn dugar fyrir 3-4
Þetta er mjög einföld eldamennska, ekkert bras, bara brytja og blanda saman. Þeir sem vilja ekki olíu á salatið geta sleppt henni og notað bara lime-/sítrónusafa.
Fullkomlega hollt og næringarríkt, en ekkert leiðinlegt "megrunarfæðis-bastillu-hungursneyðaryfirbragð"
Bara gott bragð ;-)
Mangó-ýsa
- ýsa (magn eftir magaplássi matargesta)
- 1/2 kúrbítur
- 1/2 rauðlaukur
- 1/2 mangó
- BBQ-sósa
- soyasósa
- sítrónupipar
Skerið kúrbít og rauðlauk í fremur þykkar sneiðar og leggið í botninn á eldföstu móti. Kryddið ýsustykki með sítrónupipar, veltið vel upp úr BBQ-sósu og leggið ofan á (dreifið smá meiri BBQ-sósu á grænmetið sem stendur út undan). Skvettið smá soya yfir. Skerið mangó í bita og dreifið yfir allt saman. Setjið lok á formið og bakið við 180°C í ca. 15 mín.
Linsusalat með mangó
- 1 dós rauðar linsubaunir
- 2 lúkur salat (t.d. klettasalatblanda, spínatblanda eða jöklasalat)
- 2 stórir tómatar
- 1/2 rauðlaukur
- 1/2 búnt ferskt basilika
- 1 hvítlauksrif
- safi úr 1 lime/sítrónu
- 3 msk græn ólífuolía
- smá salt
- smá svartur pipar/cayenne pipar
Rífið salat, skerið tómata í báta, rauðlauk í strimla og saxið basiliku smátt. Hitið linsubaunir og hellið vökvanum af. Blandið linsubaunum og grænmeti saman í skál. Saxið hvítlaukinn smátt, kreistið safa úr lime/sítrónu, hristið hvort tveggja saman við ólífuolíu, salt og svartan pipar/cayennepipar og skvettið yfir salatið.
Bon appetit!
<< Home