fimmtudagur, febrúar 24, 2005

 

Á morgun

fer ég til Rvk, þar sem ég neyðist til að dveljast fram á þriðjudagskvöld. Svo sem ekkert slæmt að vera í höfuðborginni, nema þegar peningar (nú eða öllu heldur tilfinnanlegur skortur á þeim) setur stórt, ljótt strik í reikninginn - best að loka þessum reikningi, barasta.

Það eru reyndar tvær hliðar á málinu:
a) Ég hef alveg efni á að fara til Rvk í nokkra daga, ef ég bara hegða mér skynsamlega. Mig óar bara við því vegna þessa að...
b) Ég mun neyðast til að nota tækifærið þar semí borginni eru verslanir, og kaupa hluti sem mig vantar nauðsynlega, en myndi fresta því að fjárfesta í ef ég væri kyrr heima. Fresta og fresta... Og þ.s. sem ég fer á annað borð að skoða í búðir, þá mun ég væntanlega líka eyða í einhvern óþarfa.

Þetta er ekki einfalt. Og ég er í klemmu. Mig vantar:
- hlaupaskó, þ.s. mínir ástkæru Nike Air Pegasus Trail eru að syngja sitt síðasta. Hef vitað það lengi, en (eins og mín er von og vísa) hreinlega hunsað rotnunarþefinn, og "við lentum í tætara"-lúkkið sem hefur verið helsta aðalsmerki skónna undanfarið... Tja, árið.
- nærföt, sem ég kaupi sjaldan hér í bæ, þar sem valið stendur á milli Isabellu, sem selur stykkið af nærbuxum á 3000 kr (ókei, stundum hægt að kaupa á útsölu, en yfirleitt ekki það sem ég kýs helst), og Hagkaup, sem selur draslnærfatnað - sé brókin flottari en Sloggi bómullarbrók, þá má ekki þvo hana í þvottavél. Og þar sem ég þvæ nærbuxurnar mínar í þvottavél, hvað sem hver segir, þá hefur reynsla mín af Hagkaupsbrókum verið: léleg ending.
- buxur, helst einhverjar sem hægt er að klæðast síðum peysum/toppum við - hef nú rannsakað gaumgæfilega allar tískuverslanir á Ak, en ekki fundið það sem ég leita að (í minni stærð, þ.e.)
- íþróttabuxur - svona hlýjar, til að vera í utan yfir næfurþunnu hlaupabuxunum.
- úlpu, en rennilásinn í minni er klofnaður, og sökum þess að flíkin sjálf er ekki svo merkileg, myndi ekki borga sig að láta saumakona festa nýjan í.
- jakka fyrir vorið og sumarið. Á bara einn jakka, fremur hlýjan, eiginlega of hlýjan fyrir sumarið og alls ekki nógu fínan til að virka sem...
- betri yfirhöfn - gengur varla að eiga ekkert sparilegra en gráan, vatteraðan jakka, helst til of stóran.

Mig langar ekki til Rvk! Neyðist til að fara á háskóla- og starfskynningar, öðrum kosta mæta falli í LKN 121 - hvað er nú það? 1 skrattans eining, og maður þarf að leggjast í ferðalög upp á tugi þúsunda.

Comments:
Bara sleppa því að ganga í fötum, enda eru föt fyrir aumingja. Gvöð sér um sína!

Ísland sem friðlýst land fyrir nakið fólk!


(An englishman, two years later:
„They couldn't have picked a better place, could they...)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?