föstudagur, febrúar 18, 2005
Svikin
Af heilum kór - er furða að ég sé niðurbrotin?
Nefni enginn nöfn, en nú vantar heilan dagskrárlið á gospel-soul tónleikana sem ég þarf að halda í Birtingarvikunni. Bölvað vesen.
Ef e-r hefur hugmynd um góða flytjendur, endilega látið mig vita. Mætti vera öðruvísi en hefðbundið gospel, er t.d. með eitt band sem tekur Knocking on Heaven's Door. Á líka eftir að útvega undirleiksband; gítar, bassa og trommur...
Annað mál: Síðan hvenær er þrenna í fernu lagi? Ég bara spyr.
Í þriðja lagi: The Tell Tale Heart eftir Poe er allt of keimlík The Black Cat eftir sama. Í báðum tilfellum höfum við einstakling, veikan á geði sem fremur morð og felur líkið bak við fjalir. Þegar löggan kemur, býður hann þeim inn til að virðast með alveg hreina samvisku, og dvelur við staðinn þar sem líkiðer geymt, uns hann kemur sjálfur upp um sig. Og í báðum tilfellum gegnir bank mikilvægu hlutverki. Gaman að segja frá því.
Nefni enginn nöfn, en nú vantar heilan dagskrárlið á gospel-soul tónleikana sem ég þarf að halda í Birtingarvikunni. Bölvað vesen.
Ef e-r hefur hugmynd um góða flytjendur, endilega látið mig vita. Mætti vera öðruvísi en hefðbundið gospel, er t.d. með eitt band sem tekur Knocking on Heaven's Door. Á líka eftir að útvega undirleiksband; gítar, bassa og trommur...
Annað mál: Síðan hvenær er þrenna í fernu lagi? Ég bara spyr.
Í þriðja lagi: The Tell Tale Heart eftir Poe er allt of keimlík The Black Cat eftir sama. Í báðum tilfellum höfum við einstakling, veikan á geði sem fremur morð og felur líkið bak við fjalir. Þegar löggan kemur, býður hann þeim inn til að virðast með alveg hreina samvisku, og dvelur við staðinn þar sem líkiðer geymt, uns hann kemur sjálfur upp um sig. Og í báðum tilfellum gegnir bank mikilvægu hlutverki. Gaman að segja frá því.
<< Home