- Sá um mig sjálf í höfuðstaðnum, sem sumir vilja nefna borg óttans - skil ekki af hverju, gekk þar um götur miðbæjarins alein upp úr miðnætti, með tvær töskur án teljandi vandkvæða
- Lærði að rata um miðbæinn; fann Skólavörðustíg, Laugaveg og Lækjartorg
- Fékk mér sunnudagssundsprett í Sundhöll Rvk (hlýtur að vera brandari éða alvarleg tímaskekkja, og sama má segja um öldungana sem svamla þar um eins og hafmeyjur)
- Tók strætó (næstum) alveg sjálf
- Heimsótti Ester frænku í Máváhlíð án þess að villast
- Fékk ekki hafraskonsu hjá Bakarameistaranum Suðurveri þrátt fyrir 2 atrennur
- Fékk hins vegar himneskt muffins í Hagkaup
- Fór með Unni á Kofa Tómasar frænda (sætur en subbulegur lítill staður á Laugaveginum), sem hún vill meina að sé uppáhaldskaffihúsið hennar - sorglegt, þar sem kaffið þar er ekki gott, næstum vont, barasta
- Varð vitni að umferðarslysi þar sem róni flaug upp í loftið eins og hann hefði fengið rakettu í rassinn
- Huggaði grátandi kaffibarþjón sem hélt að róninn hefði dáið
- Borðaði á Grænum Kosti, Skólavörðustíg - snilldar grænmetisstaður með fjölbreytta, súperholla og þrusugóða rétti á lágu verði
- Uppgötvaði Íslenska málstöð
- Seldi Eddu-Miðlun sál mína fyrir 3 bækur
- Skoðaði Bókaverslun Máls og Menningar, Laugavegi, og sór þess dýran eið að ég fái vinnu þar
- Keypti enn eitt veskið (voða flott, notað, úr leðri)
- Keypti GAS gallabuxur á offjár
- Keypti hvorki yfirhöfn né sundföt
- Neyddi djammfólkið á Grettisgötu með mér í ótímabært morgunsund
- Sat í stólnum hans Gísla Marteins
- Laug fullum fetum að Herdísi námsráðgjafa
- Sá Danna dansa yfir Miklubrautina
- Hljóp 10 km á innan við 45 mín
- Smakkaði Pop Tarts, eins og Gilmore Girls borða í morgunmat
- Kom Valdísi inn á Kristal Plús
# posted by Skotta @ 8:46 e.h.
<< Home