miðvikudagur, mars 23, 2005

 

Tilvistarkreppa

Það er svo erfitt að vera til - svo erfitt að eiga val!
Ég þarf að velja hvað ég vil læra við Háskóla Íslands næsta vetur - mér skilst nefnilega að það sé ekki hægt að taka hugvísindadeildina eins og hún leggur sig. Svekk.
Ég er komi með grunnhugmyndina, sko: tvöfalt BA-próf (4ra ára nám) í almennri bókmenntafræði, ensku, íslensku, almennum málvísindum, þýðingafræði, þýsku og frönsku.
Eða ekki; búin að afmarka endanlegt val: almennar bókmenntir, íslenska, enska.
Langar að taka tvö aðalfög upp á 60 einingar, s.s. 120 eininga tvöfalt BA-próf, sem tekur reyndar ári lengur að ná heldur en hefðbundin 90 eininga gráða. Annað þessara faga mun væntanlega verða almenn bókmenntafræði, svo er bara að gera upp á milli íslensku og ensku...

Bleh, þetta er ekki alveg að gera sig. Svo er ég stressuð yfir því hvar ég eigi að búa - best væri að komast inn á stúdentagarðana en það gengur ekki oft í fyrstu tilraun. Svo ég verð væntanlega að redda mér húsnæði í einhverju kasti í blábyrjun september, ekki fer ágúst í það vesen, þá verð ég nebblega í

HEIDELBERG, HAH! Allan ágúst verð ég að skemmta mér, heimsækja fólk og læra þýsku í ÞÝSKALANDI, HAH! Þar sem Inga, Valdís og Una eru reyndar núna að njóta lífsins, án mín, af því að ég hef ekki efni á tveimur utanlandsferðum, búhú. Mikið óskaplega á ég bágt :-/

Maður þarf víst að velja og hafna, svei. Þetta er allt í klessu:

- gat ekki farið út með stelpunum um páskana því ég ætla að fara í ágúst
- get ekki farið á sumarnámskeið í Shakespeare við University of London því ég er búin að skrá mig í þýskuskóla
- get ekki hitt Bretana mína þegar þeir koma í ágúst, ekki hitt elsku Isabellu í fyrsta skiptið því þá verð ég í Þýskalandi
- get ekki unnið mér inn alveg fullt sumarkaup því ég ætla til Þýskalands í fjórar vikur að eyða pening sem ég mun ekki eiga
- get ekki unnið frá 9-22 eins oft og mér býðst þessa tvo mánuði sem ég verða að vinna því...

to be continued...

Comments:
Visa blæðir...
 
já, þú hefur mig í huga ef þig vantar háværan meðleigjanda :)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?