föstudagur, apríl 22, 2005
Þetta er erfitt líf
Annað mál, pabbi gaf mér voða skemmtilegt nýtt dót þegar hann kom heim frá Þýskalandi um helgina - hef ekki haft svona gaman af einhverri græju svo lengi sem ég man. Þetta ku vera skrefmælir eða pedometer, upp á engilsaxnesku.
Features:
- Step counting function
- Distance measurement
- Calorie consumption
- Motion sensitive adjustment
- Count-up timer (max 99 hr 59 min 59 sec - þvílíkur bömmer að geta ekki hlaupið í 100 klst)
- Real time clock
- Panic alarm
- EL backlight
Jaman, og skemmtilegast af öllu er náttúrulega þetta blessaða panic alarm. Það er s.s. pinni sem er stungið í mælinn (sem maður hengir á buxnastreng/belti) og er jafnframt tengdur með spotta við klemmu, sem er fest við flík. Ef togað er í spottann svo pinninn losni úr þá heyrist ægilegt sírenuvæl. Það mun vera hugsað til að fæla óða hunda og varasama hlaupastalkera með nauðgunartendensa. Nú, eða til að gera vart við sig, skyldi maður vera svo óheppinn að detta eins og bjáni og brjóta fót og annan. Eða ef maður lendir í snjóflóði. Eða þannig.
Já, og í gær, hinn fyrsta dag sumars, þá prufukeyrði ég nýja tryllitækið í gargandi blíðu og hitabælu (alls óviðeigandi á sumardaginn fyrsta) og það bara svínvirkaði. Mælirinn sýndi 15,62 km og ég þóttist sátt við þá niðurstöðu. Úff, hvað það er gaman að eiga nýtt dót!
Já, og fræga vini... Fyrir þá sem ekki hafa frétt það, þá unnu Una, Valdís og Lilý landskeppni Ungra vísindamanna 2005 með nuddgallann sinn að vopni. Þar af leiðandi eru þær um 100.000 kr ríkari hver og á leiðinni til Moskvu næsta haust! Vei! Kíkið á heimasíðu verkefnisins þeirra, þetta er algott og hreinlega frábært!
http://nuddognand.golin-is.com/
Hafðu þetta, Anna Sigga vetniskona! Mig langar miklu meira í svona flotta samfellu heldur en eitthvað vetnishús!
Hm, kannski maður ætti að taka þessar ofurframkvæmdasömu vinkonur sér til fyrirmyndar og koma sér að verki.
Kaffibollar: 1 1/2 (and counting)
Kílómetrar: 10,5
<< Home