fimmtudagur, apríl 14, 2005

 

Sjálfsvorkunn Episode 2

...því kunningi minn, nokkur, frjálsíþróttaþjálfari sem vinnur líka á Bjargi, spurði mig hvort ég vildi ekki koma og æfa hjá honum í sumar. Ég bara, já og amen. Voða ánægð, maður einfaldlega hunsar ekki tilmæli frá svona fagfólki.

Þá er það líka opinberlega staðfest að ÉG GET HLAUPIÐ!

Hah, en það eru náttúrulega æfingar öll kvöld, hm... Ekki svo hentugt þegar maður vill stökkva á alla yfirvinnu sem í boði er. Já, já, að æfa eða ekki æfa... Argh!

Já, en talandi um vinnu, þá þykist yfirmaður minn vera búinn að redda mér hlutastarfi hjá Pennanum-Austurstræti næsta haust þegar ég fer í háskólann fyrir sunnan. Ef hann er að segja satt, þá hefur (fjár)hagur minn vænkast nokkuð. Hins vegar þá hefur karlinn ekki haft samband við mig síðan hann fór á verslunarstjórafund í borginni, svo ég veit svo sem ekki málavöxtu mjög görla.

Maður verður bara að vona það besta.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?