fimmtudagur, apríl 14, 2005
Ótroðnar slóðir
Undanfarnar vikur hef ég þóttst vera nýjungagjarn frumkvöðull sem þyrstir í hættulega og spennandi lífsreynslu og þráir ekker heitar en félagslegt sjálfsmorð.
- hef varið óteljandi sólarhringum (og heilu páskafríi) af lífi mínu í vinnu fyrir tónlistarsvið Birtingar
- hef vanist því að svar í gemsann jafnt að nóttu sem degi
- hef upplifað símreikninga upp á mörg þúsund krónur - hafði hingað til látið 500-1000 kall duga
- hef stofnað til afar óheilbrigðra en náinna símsambanda, og þannig eignast nýja bestu vini sem ég hef þó aldrei hitt
- hef fundið úldinn smjörþefinn af skrifræði samfélagsins
- hef setið fleiri klukkustundir við að skrifa tölvupóst en ég hef dvalið í draumalandinu
- hef hraðlært heima...það sem ég á annað borð læri heima
- hef hringt u.þ.b. 18.965 í skakkt númer
- hef sleppt því að mæta í ræktina 1 fimmtudagsmorgunn í örvæntingarfullri tilraun til að ná 5 tíma nætursvefni
- hef kynnst fjöldanum af ótrúlega góðu og skemmtilegu fólki
- hef neyðst til að eiga tímafrek samskipti við fólk sem mér leiðist mjög
- hef misst allt álit á ónefndum aðilum sem titla sig fagfólk
- hef lagt stund á útgáfustörf
- hef haldið tónleika
- hef skrópað á tónleik til að vera viðstödd æfingu
- hef farið snemma heim af árshátíð til að geta vaknað til að fara út að hlaupa fyrir vinnu á fyrri vakt svo ég gæti mætt á æfingu um kvöldið
- hef betlað og sníkt meira en góðu hófi gegnir
- hef lært að vinna sem hljóðmaður
- hef unnið sem rótari (með dyggri hjálp frá Valdísi Ösp)
- hef fengið 18 hjartaáföll, 7 taugaáföll, 54 svitaköst, 98 magasár, 16 rembihnúta í magann og 976 höfuðverkjaköst
- hef tárast undir flutningi Gunnhildar Völu og Jóns Helga á To Be Grateful og Hafdísar litlu á Ást
- hef heitið Eyþóri Inga eilífri þakkarskuld
- hef trúlofað mig - unnustinn heitir James Bóas Faulkner og bjargaði sáluheill minni svona 27 sinnum á 2 sólarhringum (ekki hafa hátt um þetta, hann veit ekki af þessu, drengurinn)
- hef varið óteljandi sólarhringum (og heilu páskafríi) af lífi mínu í vinnu fyrir tónlistarsvið Birtingar
- hef vanist því að svar í gemsann jafnt að nóttu sem degi
- hef upplifað símreikninga upp á mörg þúsund krónur - hafði hingað til látið 500-1000 kall duga
- hef stofnað til afar óheilbrigðra en náinna símsambanda, og þannig eignast nýja bestu vini sem ég hef þó aldrei hitt
- hef fundið úldinn smjörþefinn af skrifræði samfélagsins
- hef setið fleiri klukkustundir við að skrifa tölvupóst en ég hef dvalið í draumalandinu
- hef hraðlært heima...það sem ég á annað borð læri heima
- hef hringt u.þ.b. 18.965 í skakkt númer
- hef sleppt því að mæta í ræktina 1 fimmtudagsmorgunn í örvæntingarfullri tilraun til að ná 5 tíma nætursvefni
- hef kynnst fjöldanum af ótrúlega góðu og skemmtilegu fólki
- hef neyðst til að eiga tímafrek samskipti við fólk sem mér leiðist mjög
- hef misst allt álit á ónefndum aðilum sem titla sig fagfólk
- hef lagt stund á útgáfustörf
- hef haldið tónleika
- hef skrópað á tónleik til að vera viðstödd æfingu
- hef farið snemma heim af árshátíð til að geta vaknað til að fara út að hlaupa fyrir vinnu á fyrri vakt svo ég gæti mætt á æfingu um kvöldið
- hef betlað og sníkt meira en góðu hófi gegnir
- hef lært að vinna sem hljóðmaður
- hef unnið sem rótari (með dyggri hjálp frá Valdísi Ösp)
- hef fengið 18 hjartaáföll, 7 taugaáföll, 54 svitaköst, 98 magasár, 16 rembihnúta í magann og 976 höfuðverkjaköst
- hef tárast undir flutningi Gunnhildar Völu og Jóns Helga á To Be Grateful og Hafdísar litlu á Ást
- hef heitið Eyþóri Inga eilífri þakkarskuld
- hef trúlofað mig - unnustinn heitir James Bóas Faulkner og bjargaði sáluheill minni svona 27 sinnum á 2 sólarhringum (ekki hafa hátt um þetta, hann veit ekki af þessu, drengurinn)
<< Home