miðvikudagur, júní 01, 2005
Búin í prófum
Ókei, það er fínt að vera búin í skólanum. Æfði mig í dag að segja við Andra litla bróður: "Þegar ég var í MA..."
Síðasta prófið mitt hjá Erni Þór var bara bærilegt. Karluglan var þó búinn að breyta ritgerðarefnunum sem hann hafði gefið okkur upp fyrirfram, en svona er lífið, maður getur víst ekki gengið að neinu sem vísu.
Svo varð þetta yndislegur dagur:
- fór í Bókval að skoða vaktaplanið mitt, vei!
- fór í linsumælingu og pantaði þar einhverjar súrefnislinsur (þorði ekki að spyrja konuna hvort þær önduðu)
- fór í hádegi með föður mínum elskulegum
- fór í Nettó með mömmu (hún er ágæt líka)
- sótti afmælisgjöfina hennar Unnar - hún var loksins tilbúin, ó svo fín, tveir keramikbollar sem ég fékk listakonu til að gera sérstaklega og mála á annan "Unnur" og á hinn "Helga", loksins, grey Unnur er búinn að bíða eftir þessu í 4 mánuði
- skutlaði Unni og Rósu á Glerártorg
- fór með Unni og Sigga í Brynju, uhm, ljúft
- tjillaði með Unni og Sigga í Stekkjargerðinni, hey, flott að vera bara heima hjá þeim og þá meina ég að bara þau eigi heima þar
- sótti lokaverkefnið mitt í íslensku niður í skóla
- eldaði dýrindis ommelettu í kvöldamatinn
- gerði skyrtertu fyrir skólaslitin hennar Hildar Söru, hún þykist vera búin að ljúka 10. bekk
- bloggaði
þetta
Á morgun: vinna
Kílómetrar: er meidd, látiði mig vera
Kaffibollar: einn og tveir
Síðasta prófið mitt hjá Erni Þór var bara bærilegt. Karluglan var þó búinn að breyta ritgerðarefnunum sem hann hafði gefið okkur upp fyrirfram, en svona er lífið, maður getur víst ekki gengið að neinu sem vísu.
Svo varð þetta yndislegur dagur:
- fór í Bókval að skoða vaktaplanið mitt, vei!
- fór í linsumælingu og pantaði þar einhverjar súrefnislinsur (þorði ekki að spyrja konuna hvort þær önduðu)
- fór í hádegi með föður mínum elskulegum
- fór í Nettó með mömmu (hún er ágæt líka)
- sótti afmælisgjöfina hennar Unnar - hún var loksins tilbúin, ó svo fín, tveir keramikbollar sem ég fékk listakonu til að gera sérstaklega og mála á annan "Unnur" og á hinn "Helga", loksins, grey Unnur er búinn að bíða eftir þessu í 4 mánuði
- skutlaði Unni og Rósu á Glerártorg
- fór með Unni og Sigga í Brynju, uhm, ljúft
- tjillaði með Unni og Sigga í Stekkjargerðinni, hey, flott að vera bara heima hjá þeim og þá meina ég að bara þau eigi heima þar
- sótti lokaverkefnið mitt í íslensku niður í skóla
- eldaði dýrindis ommelettu í kvöldamatinn
- gerði skyrtertu fyrir skólaslitin hennar Hildar Söru, hún þykist vera búin að ljúka 10. bekk
- bloggaði
þetta
Á morgun: vinna
Kílómetrar: er meidd, látiði mig vera
Kaffibollar: einn og tveir
<< Home