miðvikudagur, júní 01, 2005

 

Helga auli

Hm, var að skoða My Profile og þar stóð skýrum stöðum að ég væri Virgo. Nú, eins og gefur að skilja þá er ég Aquarious, þar sem ég átti ammæli 9. febrúar síðast þegar ég gáði. Mér virðast tvær ástæður mögulegar:

a) blogger.com þykist vita að ég sé svona voða hrein virgin mey, finnst það gasalega fyndið og setti það í prófílinn minn handa öllum heiminum að hlæja að
b) ég sjálf er erkifífl og skráði í date of birth: 9/2... gengur sumsé ekki upp þar sem þetta er amrísk bloggsíða, og þá skal rita mánaðartöluna á eftir deginum... jáhá, í USA er ég fædd 2/9

Kílómetrar: bleh
Kaffibollar: ...

Comments:
Jiminn, þú ert svo mikill skorpubloggari að annað eins hefur varla sést! En leitt að heyra með meiðslin elskan :o( Láttu þér nú batna svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af þér þegar ég er að spóka mig í London... nei, ókei, þetta var nastí, sorrý :o)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?