miðvikudagur, júní 01, 2005

 

Ó mig auma

Helga dugleg, fór á hlaupaæfingu hjá UFA á mánudaginn:

3 km upphitun
drills
5 x 100 m vaxandi sprettir
10 x 200 m á undir 40 sek (ekki hraðaæfing) með 2 mín bataskokki
10 mín skokka niður
teygjur og mýking í 20 mín
"fitness"
teygjur í 10 mín

dauði

dauði og djöfull, fer á eina æfingu og tekst að meiða mig!

minnir á mína fyrstu fimleikaæfingu þegar ég var í 2. bekk og byrjað glæstan feril minn í því sportinu með því að stökkva niður úr rimlunum og slasa mig á ökkla

dauði yfir allt saman!

Fann s.s. fyrir eymslum í mjöðm í síðustu viku, hélt að hefði bara teygt illa einhvern daginn, tók öllu rólega fram á seinasta mánudag... Hefði klárlega átt að hvíla lengur því mér tókst að koma mér upp þessum líka fína verk. Hann er þeirrar náttúru að ég get ekki gengið. Hvað þá hlaupið.

dauði

Má ekki hlaupa. Á að tala við sjúkraþjálfara. Er á biðlista. Er sjúklingur. Er biluð. Er aumingi.

Ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum þá má ég ekki hlaupa. Get ekki einu sinni hjólað eða farið á stigvél eða skíðagönguvél eða róðravél því það teygir allt framan á mjaðmarliðnum og það er VONT VONT VONT!

Lífið er vont og allt er á móti mér.

Lærði annars helling á þessari æfingu:

halla betur fram, of mikill bakhalli

lengri skref í hraðahlaupum

meiri kraft í hvert skref (sem langhlaupara er mér eðlilegt að eyða lítilli orku í skrefin, voða sparneytin)

betri spyrnu frá braut

meiri vinnslu vinnslu vinnslu

hraðara í beygjur

standa ákveðið og rugga fram, aftur, fram áður en tekið af stað í tímatökuæfingu

það þýðir að ég á ekki að rugga hægri vinstri aftur vinstri og lenda á maganum

keyra yfir línuna

hlaupa innst á brautinni

hlaupa í öxlinni á næsta

ekki beint fyrir aftan, lokast þá inni og fæ gadda í andlitið

annars gott

Já, kláraði MA í dag. Nei, vil ekki ræða það frekar.

Kílómetrar: 0 0 0 0 0, já, rub it in...
Kaffibollar: 2

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?