mánudagur, ágúst 29, 2005

 

Home, sweet home

Daginn, daginn, daginn
Sumsé búin að vera heima í næstum 2 sólarhringa núna. Ferðalagið heim hófst kl. 06:00 (eftir 4 tíma svefn) og ég skreið í bælið mitt niðri í kjallaranum í Kambagerði 1 kl. 03:30 að næturlagi.

Afleiðing: krónísk síþreyta allan sunnudaginn, en honum var varið í að taka upp úr töskum og byrja að setja niður í kassa.

Það var nú ekkert smáræði sem ég hafði í farteskinu. Við erum að tala um að þrátt fyrir að hafa sent heim á undan mér 2 kassa af stærstu gerð sem pósturinn hafði upp á að bjóða, þá munaði svoooo litlu að ég bara gæti ekki pakkað öllu draslinu niður í töskur. Í alvöru, þá var ég fari að örvænta. Það kom smá gat á stóra græna ferðaskrímslið mitt en ég gafst ekki upp! Var búin að fjárfesta í flugfreyjutösku til að hafa handfarangur í, og í henni geymdi ég pönnuna góðu, risaleirbollana tvo, 650 g af hunangi glerkrukkum, talsvert af bókum og fleira skemmtilegt. Svo var ég með stóra tuðru (einnig í handfarangri) sem ég fylti af skóm. Svo var ég með axlarveski sem einnig hafði að geyma ferðageislaspilara.

Á flugvellinum var ég eins og versti krimminal, skósmyglari og fataafíósi með meiru. Tékkaði inn græna skrímslið sem reyndist 28 kg (borgaði 5 kg í yfirvigt) en faldi tuðruna á mínu breiða baki. Flugfreyjunni rúllaði ég undir afgreiðsluborðið í þeirru vona að fúlmennið sem réði þar lögum og lofum yrði hennar ekki var.

Mission: accomplished

Fékk ALLAR Tax Free kvittanirnar mínar stimplaðar í tollinum og þótti meira en lítið grunsamleg.

Þá hófst lokaspretturinn; með minn 20 kg handfarangur í gegnum hliðið. Ljóta A-þýska kúluvarps-tollvarðar-valkyrjan reyndi að rota mig með gaddakylfu þegar hún áttaði sig á því að það var ekki 6 manna fjölskylda sem átti alla þessa fylgihluti heldur bara einmana sál. En ég sneri kellu niður með góðri þumalskrúfu, kleip hana fast í vinstra brjóstið, sparkaði í klofið og potað í augun á meðhjálparanum (afsprengi séfferhunds og SS-hermanns) og spretti úr spori með Flugfreyjuna, tuðruna og veskið. Stökk yfir gaddavírinn, svigaði milli jarðsprengjanna, klifaraði yfir múrinn með vélbyssuhríðina yfir og allt um kring, og komst heilu og höldnu um borð í flugvélina og hingað heim.

Comments:
Hahaha, greinilega búin að stílfæra söguna aðeins síðan þú sagðir mér hana í dag ;op Þykir hún bara skemmtilegri svona held ég! :o)
 
ója, þetta gladdi mína aumu sál sem er núna föst á Illugastöðum með stöðugar áhyggjur yfir því að vera ekki búin að pakka niður fyrir Spán!!!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?