þriðjudagur, september 20, 2005
Fulkomin uppskrift að slæmum degi
- vakna vitandi að maður náði ekki að undirbúa sig fyrir tímann sem maður þarf að sækja kl. 8:15
- vakna of seint til að hafa tíma til að klára morgunkaffið
- fara í næfurþunnar íþróttahlífðarbuxur í stað þess að klæðast almennilegum buxum úr ullarefni, sérhönnuðum fyrir íslenska námsmenn sem eiga ekki bíl
- fara í nýja skó sem ná að valda ólýsanlega hryllilegu hælsæri áður en maður er einu sinni kominn inn í Hljómskálagarðinn
- staulast þ. a. l. eins og spýtukarl með grettu á (greppi)trýninu alla leið í Háskólabíó
- þurfa að bíða eftir síðbúnum kennaranum, sem óhjákvæmilega hefur í för með sér að fyrirlesturinn lengist um 10 mín
- sulla vatni yfir glósurnar og buxurnar sínar í miðjum tímanum
- labba heim, sárkvalin og óhamingjusöm í úrhellisrignungu, og þá meina ég ÚRHELLI - regndroparnir voru á stærð við snjókúlur
- opna ískápinn heima og uppgötva að kotasælan er búin
Og klukkan er ekki einu sinn orðin 10...
- vakna of seint til að hafa tíma til að klára morgunkaffið
- fara í næfurþunnar íþróttahlífðarbuxur í stað þess að klæðast almennilegum buxum úr ullarefni, sérhönnuðum fyrir íslenska námsmenn sem eiga ekki bíl
- fara í nýja skó sem ná að valda ólýsanlega hryllilegu hælsæri áður en maður er einu sinni kominn inn í Hljómskálagarðinn
- staulast þ. a. l. eins og spýtukarl með grettu á (greppi)trýninu alla leið í Háskólabíó
- þurfa að bíða eftir síðbúnum kennaranum, sem óhjákvæmilega hefur í för með sér að fyrirlesturinn lengist um 10 mín
- sulla vatni yfir glósurnar og buxurnar sínar í miðjum tímanum
- labba heim, sárkvalin og óhamingjusöm í úrhellisrignungu, og þá meina ég ÚRHELLI - regndroparnir voru á stærð við snjókúlur
- opna ískápinn heima og uppgötva að kotasælan er búin
Og klukkan er ekki einu sinn orðin 10...
<< Home