þriðjudagur, september 27, 2005

 

Ég vil ekki vera að monta mig

en við kellingarnar 3 vorum að ljúka við að skrúfa saman nýja rúmið mitt. Hamarinn sem pabbi færði búinu kom í góðar þarfir og gæti jafnvel haldið áfram að gegna mikilvægu hlutverki í hinu daglegu lífi. Nú er staðan nefnilega sú að við höfum skipað okkur sess sem leiðinlega-háværu-berja-stál-með-hamri-seint-að kvöldlagi-nágrannarnir, og þurfum því eflaust einhverskonar varnarvopn til að halda okkur á daglegu lífi.

Hlakka til að leggjast niður og kúrakúrakúrakúra... Þarf reyndar að skreppa í IKEA og leggja þar út fyrir púðum, mublunni til handa, svo hún fái þjónað hinum tilgangi sínum sem sófi. En ekki núna, núna er nótt og allar húsgagnaverslanir líklega lokaðar nema þessi þjóð sé orðin endanlega geðveik.

Meðan ég man, þá er rússneska fantasíu-hryllingsmyndin alls ekki góð. Eiginlega bara mjög súr. Nokkurskonar LOTR/Star Wars crossover með alveg einhverju slappasta handriti sem um getur. Og það er bara ekki persónusköpun, aðeins Rússar. Smá blóð og vampírur og fleira svoleiðis smotterí, einn svona "Hinn mikli" smástrákur sem er, jú, sonur aðalpersónunnar og gengur til liðs við myrkraöflin því að pabbinn var einu sinni vitlaus gelgja. Líka ein "Mær" sem á hvílir bvölvun og mun steypa heiminum í glötun. Og herir góðs og ills sem berjast eins og niðursoðnir steingervingar miðaldariddara á kókaíni. Jafnframt hamskiptingur. Mikið af flugum, sólgleraugum, gelrbrotum, rússnesku tekknópoppi, hráu kjöti, blikkandi ljósum, vodka, bílum sem keyra hratt og glannalega, hnífum og saklausu fólki í lífshættu, þrumum og hvirfilbyljum.

Æi nei, sama og þegið.

Comments:
"... ekki persónusköpun, aðeins Rússar."

Helga, ef Addi stuð vinur minn myndi heyra þessi orð fengir þú að sjá svo mikinn vonbrigðasvip að sál þín myndi kremjast og verða aldrei söm. Ég hef séð þennan svip og manni líður ekki vel :o(

Klárlega kemur þú með mér til Moskvu næst þegar ég "skrepp" þangað :o)
 
Er hann búinn að sjá þessa mynd? Ó, eða hélstu kannski að ég meinti að Rússar hefðu ekki persónuleika? Neinei, Tolstoy nokkur myndi afsanna þá kenningu (sem aldrei var sett fram). Ég á við að persónur Nightwatch hafi ekki persónuleika, heldur séu bara eitthvað fólk eða skel, sem í þessu tilviki er afar rússnesk...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?