fimmtudagur, september 29, 2005

 

Gamli karlinn

sem ég leigi hjá er búinn að fá annan enn eldri félaga sinn til að klifra út um baðherbergiskýraugað mitt, út á brunapall og upp á þak, í þeim tilgangi að gera þar við leka.

Mér finnst þetta hljóma varasamt fyrir sprækan ungling og fyrir áttræðan öldung a.m.k. stórhættulegt.

Þó að félaginn óski sér dauða, þá liggja íslensk refsilög við því að aðstoða mann við sjálfsmorð.

Mér finnst ég vera ábyrg - morðsnautur? Kannski verðandi, ó ó.

Ó ó, ég heyri gamla vappa um yfir höfði mér...

Comments:
Hahaha aumingja helga mín... Ég sé þetta samt alveg fyrir mér...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?