miðvikudagur, september 21, 2005

 

Heyriði,

eru menn ekki orðnir leiðir á hnattvæðingunni?

hafið þið prófað að drekka krækiberjate með mjólk?

hver vill fóstur í jakkafötum sem borgastjóra, svona í alvöru?

er hægt að borða of mikið af eggjaköku?

hvað kostar pakki af hafragraut?

af hverju er hægt að halda áfram að prenta þegar prentarinn hefur tilkynnt að blekið sé búið?

hvenær kemur Visareikningurinn?

hver fann upp strokleðrið?

af hverju líður dagurinn bara ekki en er svo allt í einu búinn?

er snjór í Taivan á veturna?

hvenær á ég að vinna upp alla hljóðfræðina?

er hægt að gleyma gæludýri?

hvað er klukkan?

hvenær kemur Erla heim úr skólanum?

hvernig skiptir maður um sprunginn hæl?

af hverju sendi ég leirskálar í pósti?

hver hringdi í mig frá Þýskalandi í gær?

er Páll Skúlason skemmtilegur?

hvenær kemst ég til Akureyrar?

er ekki Spaugstofan dáin?

af hverju þurfti Bessi Bjarnason að deyja?

hvenær læri ég af reynslunni?

hvenær drattast ég til að læra yfirhöfuð?

hvenær hef ég efni á að fara í klippingu?

er hægt að ákæra mann fyrir að myrða gullfisk af gáleysi?

hversu leiðinlegt er ritgerðarefni dagsins?

hvenær er America's Next Top Model endursýnt?

hvað er ég að gera við líf mitt?

Comments:
Bara svona til að leggja mitt af mörkum...

America's Next er endursýnt á fimmtudögum kl. 23:30 eða 23:45, ég er ekki alveg 100%.

Ég hata hnattvæðinguna (jafnvel bara útaf þessu orði) og allt sem henni tengist, s.s. vitundarvakningu, háhraðamenningu, nútímasamfélög o.s.frv.o.frv.o.frv.

Ég hef aldrei prófað krækiberjate með mjólk en mangóte með mjólk er í persónulegu uppáhaldi.

Ég veit ekki hvort Páll Skúlason er skemmtilegur, en áhugaverður er hann augljóslega.

Nei, Spaugstofan ætlar að heyja langt dauðastríð.

Og að lokum veit ég ekki heldur hvað ég er að gera við líf mitt.. ef það er einhver huggun.
 
Ég get aðeins svarað þér einni spurningu; ég hringdi í þig í gær.
Þar sem þú svaraðir ekki ákvað ég að ég myndi hringja síðar, ég þarf eiginlega að tala aðeins við þig.
Ég hringi bara á morgun.

Annars veit ég ekki hvert ég stefni, ég veit ekki einu sinni almennilega hvað ég ætla að læra næstu þrjú árin.
 
Inga, liebe! Ich rufe dich an heute! Hab' dich vermisst!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?