þriðjudagur, september 27, 2005

 

Hún dó

Einhver bresk fyrirsæta var víst myrt í gær eða fyrrinótt. 18 vesalingur. Og fréttaskotið á mbl.is sagði að hana hefði dreymt um að verða næsta Kate Moss.

Bjánar.

Öll ung módel langar til að verða næsta Kate Moss.

Maður þarf ekki einu sinni að vera fyrirsæta, nóg að vera stelpufífl. Reyndar er Mossinn ekkert sérlega öfundsverður í augnablikin, opinber kóknös sem missir samninga við Chanel og fleiri.

Persónulega dreymir mig um að verða næsta Emily Dickinson, bara ekki svona þunglynd.

Hugsið ykkur að það er ekki hægt að reka breska dómara. Og þeir fara ekki á eftirlaun fyrr en um 75 ára aldur. Hvað er nú það? Hérna um árið voru einhver sakborningagrey í Englandi að reyna að áfrýja sakfellingu sinni á þeim forsendum að dómarinn hefði sofnað í miðri vitnaleiðslu, og þar af leiðandi ekki hlýtt á sönnunargögnin sem verjandinn hafði fram að færa. Vitiði hvernig það fór?

"The judge admitted having fallen asleep, but denied having snored loudly..."

Áfram nú, lesa svo aðeins meira... Ætla í spinning seinni partinn, og svo erum við Kata og Erla að spá í að skella okkur í bíó í kvöld - þessi rússneska mynd, hvað heitir hún aftur? Sú fyrsta í einhverjum hryllings-fantasíu-þríleik. Unnur var búin að láta mig horf á trailerinn (kannski ætti maður að skrifa treilerinn þegar þetta hugtak er "íslenskað"... hvað veit ég um það?) sem var voðalega fínn og fallegur, en hins vegar hefur myndin víst verið að fá fremur slappa gagnýni. Hm, mér er svo sem sama, við eigum frímiða, og best að dæma svona lagað á eigin forsendum. Og ég þoli nú flest, svo lengi sem það felur ekki í sér geimveruklám.

Svo drap ég líka annan gullfiskinn hennar Kötu um daginn. Hún sagði að hann hefði ekkert látist úr næringarskorti en það var örugglega bara til að hugga mig. Hvernig á ég að fara að því að sjá um barn síðar meir, þegar ég get ekki einu sinni staðið með að gefa gullfiski?

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?