miðvikudagur, september 28, 2005

 

Á mælandi að fara eftir forskrifuðum málfræðireglum eða á að semja málfræðireglur sem lýsa því hvernig talað er?

Í ensku er gríðarlega "mikilvæg" regla sem segir: Do not split the infinitive!
Myndi útleggjast sem: Ekki troða (atviks-) orði milli nafnháttarmerkisins og sagnarinnar!

Maður myndi kannski spyrja: Why not? What's wrong with a split infinitive?

Ég skal sko segja ykkur að það eru ýmsar góðar og gildar ástæður fyrir því:
a) it breaks up the verbal unit (fair enough)
b) it is a barbarous and illogical construction (villimannsleg málnotkun, bíddu nú aðeins...)
c) it is not found in Classical Latin (heyri ég einhvern tala fornlatínu? hélt ekki)

Ætti mönnum ekki að vera sama nú tímum hnattvæðingar og yfirdráttarheimilda? Ekki aldeilis!

1998 leyfði New Oxford Dictionary of English (höfuðvígi enskrar tungu, NODE ræður, alltaf) að split infinitive væri notaður við viðeigandi aðstæður. Þá fóru menn í blöðin...

Shock! Outrage!

Advance news of it [the NODE, allowing split infinitives] yesterday led the Queen's English Society to call for an English Academy to be set up on the lines of the Academie Francaise to protect the language from damage.
Joyce Morris, patron of the society, said: "The Oxford University Press is very powerful. If it is going to say this kind of thing, goodness knows what is going to happen to English." (The Guardian, 13.8.98)

Jebb, linguistics námsefnið mitt er ekki alveg leiðinlegt... (dæmi fengið frá Matthew Whelpton)

Comments:
Úff Guð forði okkur frá villimannslegri málnotkun! :o) En vissir þú ekki að lögum samkvæmt ber þeim sem flytjast burt frá vinum sínum að vera reglulega á msn? Ég vil ekki vera leiðinleg en svona skammarleg (og villimannsleg) óhlýðni við lögin fer óttalega mikið fyrir brjóstið á mér! ;op
 
Úpps :-$
 
Er til leiðinlegri færsla í bloggheiminum?!? Gosh :)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?