sunnudagur, september 25, 2005

 

tíminn

líður ekkert og mér leiðist. Leiðist að hafa ekkert að gera í vinnunni. Hér er í íslensku deildinni er voða lítil afgreiðsla í dag og þar sem ég er "ný" þá dettur mér ekkert skemmtilegt og uppbyggjandi í hug til að framkvæma, fyrirtækinu til góða. Náði bara í plastpoka, vei!

Leiðist að hafa ekki tíma til að læra. Leiðist að hafa samviskubit. Leiðist hvað allt er dýrt á Íslandi. Leiðist hvað ég er dugleg að sóa í vitleysu. Leiðist að þekkja engan sem er með mér í enskunni. Leiðist að vera með complexa yfir sjálfri mér. Leiðist að vinir mínir eru út um hvippinn og hvappinn og bara yfirhöfuð langt í burtu. Leiðist að vera svona leiðinlegur bloggari en mér leiðist bara svo ógeðslega.

En hey, ég er með afslátt á Súfistanum!

Fór í gærkvöldi með Björku á Te & kaffi þegar vinnan var búin. Kvöldið hafði líka í för með sér japanskan doktor í cardiology, sem ég veit ekki hvað er á íslensku. Hann hafði svo sjálfur í för með sér flóknustu myndavél sem ég hef komist í kynni við.

Comments:
Klukk!
Sjáðu www.-aduial-.blogspot.com fyrir nánari upplýsingar.
 
Björku? segir maður ekki Björk? Það væri gott ða komast að þessu þar sem við höfum rætt þetta mikið í samtstarfi við national organizerinn okkar Björk(u)...
 
Djók, ég meinti náttúrulega með Björk :-/
 
Cardiology = Hjartafræði í bókstaflegri merkingu. :)

Því miður er ekkert sem ég get gert til að auðvelda þér lífið þarna fyrir sunnann þekkti aldrei marga í enskunni sjálfur

Siggi
 
eru menn ekki orðnir leiðir á hnattvæðingunni? Nei dýrka þessa elsku

hafið þið prófað að drekka krækiberjate með mjólk? Hvað með Nei svoleiðis gerir maður ekki. G mjólk og krækiberjate er málið!

hver vill fóstur í jakkafötum sem borgastjóra, svona í alvöru? Ég, held það yrði svo fucking fyndið

er hægt að borða of mikið af eggjaköku? Nei, alls ekki!

hvað kostar pakki af hafragraut? Fer eftir stærð.

af hverju er hægt að halda áfram að prenta þegar prentarinn hefur tilkynnt að blekið sé búið? Prentarar eru eins og kvenfólk, segja eitt meina annað. Hann á við að það sé að verða búið!

hvenær kemur Visareikningurinn? 28 hvers mánaðar!

hver fann upp strokleðrið? Joseph Priestley

af hverju líður dagurinn bara ekki en er svo allt í einu búinn? Vegna þess að í huga mannsins er tíminn afstæður.

er snjór í Taivan á veturna? Nei þeir eru of sunnarlega

hvenær á ég að vinna upp alla hljóðfræðina? sofa minna :)

er hægt að gleyma gæludýri? Já hægt er að gleyma öllu... meira segja hausverk

hvað er klukkan? 02:43

hvenær kemur Erla heim úr skólanum? Þegar hann er búin, gefið að hún verði ekki fyrir bíll

hvernig skiptir maður um sprunginn hæl? Heggur hann af og límir nýjan á?

af hverju sendi ég leirskálar í pósti?
Vegna þess að það var ekki pláss fyrir þær í töskunni

hver hringdi í mig frá Þýskalandi í gær? Inga, hún svaraði þessu áðan

er Páll Skúlason skemmtilegur? Ohhh nei. Heldur leiðinda ræður!

hvenær kemst ég til Akureyrar? Flug, bíll bátur eða bara tveir fætur

er ekki Spaugstofan dáin? Alltaf er hægt að hafa gaman að líki

af hverju þurfti Bessi Bjarnason að deyja? All things must come to end

hvenær læri ég af reynslunni? Þegar þú hættir að gera sömu mistökinn aftur og aftur

hvenær drattast ég til að læra yfirhöfuð? Þegar þú ert að falla á tíma, all nighters eru bestu vinir háskólanema!

hvenær hef ég efni á að fara í klippingu? Áramótinn 2020

er hægt að ákæra mann fyrir að myrða gullfisk af gáleysi? nei, gullfiskar eru ekki með sál... Eða gleymdu henni

hversu leiðinlegt er ritgerðarefni dagsins? Alltaf leiðinlegra eftir að maður byrjar að safna heimildum.

hvenær er America's Next Top Model endursýnt? Who cares

hvað er ég að gera við líf mitt? lifa því, lítið annað við það að gera :)

Siggi, Svör við öllu :Þ
 
hæh, kári bróðir mælir með því að taka eitthvað fag með enskunni... svona 60-30 skipting til að sleppa við að taka leiðinlega kúrsa á borð við hljóðfræði. hann er hæstánægður í aukafrönskunni allavega :) takk fyrir skemmtunina annars á te&kaffi :)

og júbb, það er Björk - Björk - Björk -Bjarkar.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?