föstudagur, september 16, 2005
Áttavillt
Klárlega bý ég í Austurbænum en ekki Vesturbænum.
So be it!
2 vikur í Háskóla Íslands og ég nenni ekki enn að læra. Þetta er allt mjög áhugavert og mér finnst gaman að því sem ég get drullað mér til að líta á... En ég er enn að upplifa eftirköstin af skólaleiða síðasta vors.
Nenni ekki eilífu stressi í kringum heimanám, próf og verkefnaskil.
Hm, og langar ekkert sérlega til að vera fátækur námsmaður í, tja, 8 ár eða svo. Stend sjálfa mig æ oftar að því að lesa atvinnuauglýsingarnar í blöðunum: afgreiðslustúlka í bakarí, afgreiðslustúlka í sjoppu, póstburðarkona... Jafnvel fullt starf hjá Pennanum...
Heyrðu, Helga... Hvað heldurðu að þú þénir á þessum annars ágætu störfum? Þú kæmir aldrei neinu í verk af því sem þú þykist ætla að framkvæma í þessu lífi.
Bíddu bara þar til þú þarft að fara að sjá fyrir fjölskyldu... Já, mér skilst að það sé nú ekki ódýrt að ættleiða börn frá Kína.
Svo má líka setja dæmið upp sem svo:
- ég er háskólanemi til að eiga möguleika á mannsæmandi framtíðartekjum og áhugaverðu starfi þar sem ég væri einhvers metin (get heldur ekki neitað því að ég er svo lánsöm að hafa skráð mig í rétt fag, mér finnst enska afar skemmtileg)
- pabbi og mamma hafa stutt svona vel við bakið á mér undanfarnar vikur því þau vita hversu erfitt er að vera fátækur námsmaður að stíga sín fyrstu skref utan foreldrahúsanna - þau hafa fylgt mér fullkomlega úr hlaði og á þessa braut, svo að lágmarkið væri nú að reyna að standa sig fyrsta árið
- ég bý í þessari fullkomnu íbúð á þessum fullkomna stað eingöngu á þeim forsendum að ég sé háskólanemi sem fari heim til Akureyrar á sumrin
Einmitt, þetta háskólanám er grundvöllur þess að ég er þar sem ég er á þessari stundu
Svo er ég bara fúl út í stofnunina HÍ. Hún er leiðinlegt skrifræðisbákn þar sem engu má treysta og nemendur njóta lítillar virðingar. Og framboð og skipulag námsins, sem menn státa sig af að sé svo stórkostlegt á heimsvísu, er bara ekki til fyrirmyndar. Það eru ljót göt í leiðinlega kerfinu sem enginn nennir að stoppa í; t.d. krefst hitt og þetta "framvísun skólaskírteinis" sem er ekki til. Nemendafélög einstakra skora skilst mér að hafi reynt að sjá fyrir einhverju í þá veruna, en nú eru barasta alls ekki allir nemendur svo heppnir að eiga greiðan aðgang að svona félagi. Kata sem er í listfræðinni og Erla og Bergþóra í almennu málvísindunum eru fullkomnir utangarðsmenn. Og stúdentapólitíkin er yfirborðslegt skítkast.
Ég ætla til Skotlands.
Af eftirfarandi ástæðum er sjálfsálit mitt í lágmarki:
- ég hef verið löt við að læra
- ég hef verið löt við að þrífa
- ég hef verið að vaka fram á nætur og þ.a.l. skemmt marga daga sem annars hefðu getað nýtst til góðra verka og gáfulegra
- ég hef eytt of miklum peningum í óþarfa
- ég hef ekki verið dugleg að lesa þýsku
- ég hef ekki verið dugleg að skrifa e-mail til vina minna í Þýskalandi, Taívan, Japan og á N-Írlandi
- ég hef ekki verið að borða skynsamlega þ.s. ég
a) kann varla að skipuleggja innkaup og áætla matseðil fyrir mig eina, grundavallaðan á því
sem ég keypti og má sjá af
b) finn sífellda þörf fyrir að hugga sjálfa mig
- ég hef ekki verið að æfa almennilega þ.s. ég
a) er enn að jafna mig eftir hrapalleg og síendurtekin mjaðmarmeiðsli sumarsins
b) er ekki búin að koma æfingaráætlun inn í stundarskrána
c) er bara rétt búin að finna mér líkamsræktarstöð í nágrenninu og kaupa þar kort
- ég er full sjálfsvorkunnar yfir því að vera ekki til sem einstaklingur í nýja skólanum, á nýja vinnustaðnum og í nýju ræktinni
- ég er hræd um að allir gleymi mér heima fyrir
- ég sakna pabba & mömmu, afa & ömmu, Hildar & Andra, Unnar & Sigga & Stebbu & Jóhanns, Unu & Valdísar & Þórunnar, Freyju, & Valdísar & Steinlaugar & allra í Bókval, Öbbu & Óla & allra á Bjargi, Önnu Siggu & Tryggva & allra í Hjallalundi (líka þeirra sem eru fluttir að heiman), Bjössa & Sveinbjargar & allra í Beykilundi (þó þeir búi ekki þar að staðaldri), Gumma & Mæju & allra í Kotárgerði, allra annara sem ég umgekkst á Akureyri, Menntaskólans, Te & Kaffis og meira að segja Glerártorgs, fussum svei
- svo er ég með fílapensil á vörinni og sprungin hæl
- og ég þyrfti nauðsynlega að komast í klippingu
So be it!
2 vikur í Háskóla Íslands og ég nenni ekki enn að læra. Þetta er allt mjög áhugavert og mér finnst gaman að því sem ég get drullað mér til að líta á... En ég er enn að upplifa eftirköstin af skólaleiða síðasta vors.
Nenni ekki eilífu stressi í kringum heimanám, próf og verkefnaskil.
Hm, og langar ekkert sérlega til að vera fátækur námsmaður í, tja, 8 ár eða svo. Stend sjálfa mig æ oftar að því að lesa atvinnuauglýsingarnar í blöðunum: afgreiðslustúlka í bakarí, afgreiðslustúlka í sjoppu, póstburðarkona... Jafnvel fullt starf hjá Pennanum...
Heyrðu, Helga... Hvað heldurðu að þú þénir á þessum annars ágætu störfum? Þú kæmir aldrei neinu í verk af því sem þú þykist ætla að framkvæma í þessu lífi.
Bíddu bara þar til þú þarft að fara að sjá fyrir fjölskyldu... Já, mér skilst að það sé nú ekki ódýrt að ættleiða börn frá Kína.
Svo má líka setja dæmið upp sem svo:
- ég er háskólanemi til að eiga möguleika á mannsæmandi framtíðartekjum og áhugaverðu starfi þar sem ég væri einhvers metin (get heldur ekki neitað því að ég er svo lánsöm að hafa skráð mig í rétt fag, mér finnst enska afar skemmtileg)
- pabbi og mamma hafa stutt svona vel við bakið á mér undanfarnar vikur því þau vita hversu erfitt er að vera fátækur námsmaður að stíga sín fyrstu skref utan foreldrahúsanna - þau hafa fylgt mér fullkomlega úr hlaði og á þessa braut, svo að lágmarkið væri nú að reyna að standa sig fyrsta árið
- ég bý í þessari fullkomnu íbúð á þessum fullkomna stað eingöngu á þeim forsendum að ég sé háskólanemi sem fari heim til Akureyrar á sumrin
Einmitt, þetta háskólanám er grundvöllur þess að ég er þar sem ég er á þessari stundu
Svo er ég bara fúl út í stofnunina HÍ. Hún er leiðinlegt skrifræðisbákn þar sem engu má treysta og nemendur njóta lítillar virðingar. Og framboð og skipulag námsins, sem menn státa sig af að sé svo stórkostlegt á heimsvísu, er bara ekki til fyrirmyndar. Það eru ljót göt í leiðinlega kerfinu sem enginn nennir að stoppa í; t.d. krefst hitt og þetta "framvísun skólaskírteinis" sem er ekki til. Nemendafélög einstakra skora skilst mér að hafi reynt að sjá fyrir einhverju í þá veruna, en nú eru barasta alls ekki allir nemendur svo heppnir að eiga greiðan aðgang að svona félagi. Kata sem er í listfræðinni og Erla og Bergþóra í almennu málvísindunum eru fullkomnir utangarðsmenn. Og stúdentapólitíkin er yfirborðslegt skítkast.
Ég ætla til Skotlands.
Af eftirfarandi ástæðum er sjálfsálit mitt í lágmarki:
- ég hef verið löt við að læra
- ég hef verið löt við að þrífa
- ég hef verið að vaka fram á nætur og þ.a.l. skemmt marga daga sem annars hefðu getað nýtst til góðra verka og gáfulegra
- ég hef eytt of miklum peningum í óþarfa
- ég hef ekki verið dugleg að lesa þýsku
- ég hef ekki verið dugleg að skrifa e-mail til vina minna í Þýskalandi, Taívan, Japan og á N-Írlandi
- ég hef ekki verið að borða skynsamlega þ.s. ég
a) kann varla að skipuleggja innkaup og áætla matseðil fyrir mig eina, grundavallaðan á því
sem ég keypti og má sjá af
b) finn sífellda þörf fyrir að hugga sjálfa mig
- ég hef ekki verið að æfa almennilega þ.s. ég
a) er enn að jafna mig eftir hrapalleg og síendurtekin mjaðmarmeiðsli sumarsins
b) er ekki búin að koma æfingaráætlun inn í stundarskrána
c) er bara rétt búin að finna mér líkamsræktarstöð í nágrenninu og kaupa þar kort
- ég er full sjálfsvorkunnar yfir því að vera ekki til sem einstaklingur í nýja skólanum, á nýja vinnustaðnum og í nýju ræktinni
- ég er hræd um að allir gleymi mér heima fyrir
- ég sakna pabba & mömmu, afa & ömmu, Hildar & Andra, Unnar & Sigga & Stebbu & Jóhanns, Unu & Valdísar & Þórunnar, Freyju, & Valdísar & Steinlaugar & allra í Bókval, Öbbu & Óla & allra á Bjargi, Önnu Siggu & Tryggva & allra í Hjallalundi (líka þeirra sem eru fluttir að heiman), Bjössa & Sveinbjargar & allra í Beykilundi (þó þeir búi ekki þar að staðaldri), Gumma & Mæju & allra í Kotárgerði, allra annara sem ég umgekkst á Akureyri, Menntaskólans, Te & Kaffis og meira að segja Glerártorgs, fussum svei
- svo er ég með fílapensil á vörinni og sprungin hæl
- og ég þyrfti nauðsynlega að komast í klippingu
Stundum lagast thad samt bara vid ad drifa sig uti sma hlaup!
Vona ad thad gangi vel hja ther!
Reyndar veit ég fullkomlega hvað þú ert að ganga í gegnum. Bjó í 1 önn með félögum mínum í Kópavogi og var í ensku í háskólanum, gafst upp fór heim og sá eftir því síðar. Það er auðvelt að gleyma sér í "sjálfsvorkun" þegar maður þekkir fáa og nennir engu. Bara tvennt um að velja í stöðunni. Gefast upp og sleppa þessu öllu. Eða bíta á jaxlinn (eða jaxlanna, hugsanlega í handarbakið líka) og harka þetta af sér. þú ert kominn með lista af drasli sem þú þarft að laga.... 1 hluti í einu og laga það.
Af eftirfarandi ástæðum er sjálfsálit mitt í lágmarki:
- ég hef verið löt við að læra: Byrjaðu á því
- ég hef verið löt við að þrífa: Sjá síðasta svar
- ég hef verið að vaka fram á nætur og þ.a.l. skemmt marga daga sem annars hefðu getað nýtst til góðra verka og gáfulegra Slepptu að fara sofa einusinni, lofa þér að þú sofnar snemma. Mundu bara að stilla klukku.
- ég hef eytt of miklum peningum í óþarfa. Ekkert er óþarfi, bara misþarfi.
- ég hef ekki verið dugleg að lesa
þýsku. Sjá svar 1 og 2.
- ég hef ekki verið dugleg að skrifa e-mail til vina minna í Þýskalandi, Taívan, Japan og á N-Írlandi, Sjá svar 1
- ég hef ekki verið að borða skynsamlega þ.s. ég
a) kann varla að skipuleggja innkaup og áætla matseðil fyrir mig eina, grundavallaðan á því
sem ég keypti og má sjá af. Sestu niður og búðu til matseðil stelpa.
b) finn sífellda þörf fyrir að hugga
sjálfa mig. Þú mátt hugga þig einu sinni í viku (ég segi að það sé í lagi, og mundu ég veit allt). Annars hættu að púlla Jóhann og væla allann tíman.
- ég hef ekki verið að æfa almennilega þ.s. ég
a) er enn að jafna mig eftir hrapalleg og síendurtekin mjaðmarmeiðsli sumarsins. Æfðu hugan í staðinn.
b) er ekki búin að koma æfingaráætlun inn í stundarskrána. Get it done
c) er bara rétt búin að finna mér líkamsræktarstöð í nágrenninu og kaupa þar kort. Það er ein í laugardalnum, farðu þanngað... nema þú viljir vera í skóla gyminu *shudders*
- ég er full sjálfsvorkunnar yfir því að vera ekki til sem einstaklingur í nýja skólanum, á nýja vinnustaðnum og nýju ræktinni. Einstaklingar eru ofmetnir
- ég er hræd um að allir gleymi mér heima fyrir. Not bloody likely!
- ég sakna pabba & mömmu, afa & ömmu, Hildar & Andra, Unnar & Sigga & Stebbu & Jóhanns, Unu & Valdísar & Þórunnar, Freyju, & Valdísar & Steinlaugar & allra í Bókval, Öbbu & Óla & allra á Bjargi, Önnu Siggu & Tryggva & allra í Hjallalundi (líka þeirra sem eru fluttir að heiman), Bjössa & Sveinbjargar & allra í Beykilundi (þó þeir búi ekki þar að staðaldri), Gumma & Mæju & allra í Kotárgerði, allra annara sem ég umgekkst á Akureyri, Menntaskólans, Te & Kaffis og meira að segja Glerártorgs, fussum svei. Væl Væl Væl. Komdu þá heim ef þetta er svona (í allri alvöru, við söknum þín líka en svona er lífið).
- svo er ég með fílapensil á vörinni og sprungin hæl. Sucks
- og ég þyrfti nauðsynlega að komast í klippingu Krúnurakstur er alltaf option
<< Home