laugardagur, október 15, 2005
Á Akureyri er ekkert Bankastræti
en þar er hins vegar Bankastígur, svoooooooo lítill og sætur! Úff, þetta er nú bara til að ýta undir þær ranghugmyndir sumra höfuðborgarbúa, að bærinn minn gamli sé svona mini-Reykjavík, sem er náttúrulega alrangt.
Ég er alveg sammála Björk vinkonu um að maður læri fyrst að meta Akureyri þegar maður er fluttur burt og snýr bara til baka annað slagið sem gestur. Það er ótrúlega gott að vera gestur á Akureyri, og bara eitt sem hangir á spýtunni: það er ólöglega mikið af afspyrnu góðu fólki búsett hér í bæ, hreint út sagt erfitt komast yfir að hitta alla sem mann langar svo mjög að heilsa upp á. Það eru líka klárlega mistök að koma heim í lestrarviku því nú stefnir allt í að lítið verði lesið.
Annað mál, þá fæ ég út úr stóra ljóta prófinu mínu í dag. Argh! Spurningin er hvort ég fái staðfestingu þess að ég geti lært bókmenntir á háskólastigi, nú eða það verði skjalfest að ég eigi hreinlega ekkert erindi í þetta blessaða nám mitt.
Skutlaðist með Hildi Söru niður í MA, hún stefndi á leiklistarnámskeið og mig langaði í smá nostalgíukast. Sé alveg áhyggjulaust líf Menntskælinga í hillingum, löngu gleymdar allar raunir mínar yfir munnlegum frönskuprófum og bókmenntafræði Heimis Pálssonar.
Ég er líka með játningu:
Þrátt fyrir að vera opinberlega andsnúnari Atomic Kitten en sjálfum Saddam Hussein, þá syng ég ALLTAF með í laginu "Eternal Flame". Fullum hálsi og afskaplega illa. En mér finnst það gott.
Ég er alveg sammála Björk vinkonu um að maður læri fyrst að meta Akureyri þegar maður er fluttur burt og snýr bara til baka annað slagið sem gestur. Það er ótrúlega gott að vera gestur á Akureyri, og bara eitt sem hangir á spýtunni: það er ólöglega mikið af afspyrnu góðu fólki búsett hér í bæ, hreint út sagt erfitt komast yfir að hitta alla sem mann langar svo mjög að heilsa upp á. Það eru líka klárlega mistök að koma heim í lestrarviku því nú stefnir allt í að lítið verði lesið.
Annað mál, þá fæ ég út úr stóra ljóta prófinu mínu í dag. Argh! Spurningin er hvort ég fái staðfestingu þess að ég geti lært bókmenntir á háskólastigi, nú eða það verði skjalfest að ég eigi hreinlega ekkert erindi í þetta blessaða nám mitt.
Skutlaðist með Hildi Söru niður í MA, hún stefndi á leiklistarnámskeið og mig langaði í smá nostalgíukast. Sé alveg áhyggjulaust líf Menntskælinga í hillingum, löngu gleymdar allar raunir mínar yfir munnlegum frönskuprófum og bókmenntafræði Heimis Pálssonar.
Ég er líka með játningu:
Þrátt fyrir að vera opinberlega andsnúnari Atomic Kitten en sjálfum Saddam Hussein, þá syng ég ALLTAF með í laginu "Eternal Flame". Fullum hálsi og afskaplega illa. En mér finnst það gott.
<< Home