miðvikudagur, október 26, 2005

 

Áðan

var ég í krambúðinni og keypti mér þar Figrolls. Það er gott kex með fíkjufyllingu. Þetta framkvæmdi ég af því að ég fór út í erindagjörðum sem reyndust fýluferð, og þurfti huggunar við - það er nefnilega hræðilega kalt úti.

Áður en ég fór út borðuðum við sambýlingarnir fisk og horfðum á tilgerðarlega fréttamenn ræða snjóflóðin á Flateyri fyrir 10 árum - alltaf gaman þegar sjónvarpsfréttamenn þykjast vera skáld.

En áður en að því kom voru vikuinnkaupin framkvæmd í Bónus og Hagkaup. Ég ætla að skrifa Jóhannes í Bónus bréf og kvarta yfir því að þrisvar sinnum hefur ekki verið til nein kotasæla á miðvikudögum - hvar á hann heima?

Fram að þeim tíma gerði ég slappa tilraun til ritgerðaskrifa. 1000 orð innan tveggja sólarhringa - tossi?

Í upphafi var ræktin - sveitt.

Mikið var þetta leiðinlegt blogg. Ímyndið ykkur líf mitt!

Comments:
Ef lífið er leiðinlegt, er um að gera að bulla eitthvað upp, það geri ég, ég held að einhver myndi deyja, ef ég segði frá mínu lífi eins og það er, það er svo ansi leiðinlegt!
 
Lestu bara bloggið mitt, það er ekki mikið skárra þessa dagana.
 
Jóhannes í Bónus býr á Akureyri manneskja. hann og ég erum persónulegir vinir sko, ég get alveg rætt við hann um þetta kotasælumál ef þú vilt.
 
Heyrðu, nennirðu því?
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?