miðvikudagur, október 05, 2005

 

Í dag

líður mér illa. Mér mun halda áfram að líða illa fram til kl. 10:15 þrið. 11/10 2005.

Það er vika í það.

Á komandi dögum gæti svo farið að ég skutli hér inn línu og línu, en tæplega einhverju skynsamlegu, þar sem ég verð upptekin við að rífa sjálfa mig niður og skæla úr gremju. Auðvitað er alltaf möguleiki að reyna að fela sig fyrir ritgerðar-hljóðfræðiverkefnis-bókmenntaprófs-ófreskjunni sem liggur á bakinu á mér og nagar efstu hryggjarliði mína með gulnuðum blóðsugutönnum, en að öllum líkindum verð ég hér fyrir framan tölvuna.

Ég biðst forláts.

Comments:
Sit hérna veik heima, kíki inná síðuna þína, get ekki annað en varist brosi og líður miklu betur...
 
þetta er hræðileg ófreskja, svo sannarlega.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?