mánudagur, október 31, 2005

 

Dónalegt

Oj bara.
Einhver sóðaleg kínversk klámsíða vogaði sér að auglýsa sína dónastarfsemi með því að kommenta á bloggið mitt. Þessari leiðindaathugasemd hefur hér með verið eytt að eilífu, en hvað veit ég um það hversu margar sálir eru í molum eftir að hafa rekið auguní þennan sora? Svei attan. Ég biðst heilshugar forláts á að hafa ekki gripið fyrr í taumana, en ég mátti bara ekkert vera að því að þvælast á netinu um helgina, þar sem ég þurfti að vinna og læra mér til óbóta.

Já, og í vinnunni fékk ég að heyra það að ég væri illa að mér og barasta með lágt greindarstig. Það tilkynnti mér settlegur frakkaklæddur herramaður, sem varð talsvert bitur þegar ég þekkti ekki titilinn á einhverri bók á dönsku um umhverfistengda þróun á Norðurlöndum sem einhver samnorræn nefnd gaf út í fyrra. Nú spyr ég; veit nokkur hversu mörg þúsund titlar eru til sölu í bókaverslunum Pennans-Eymundsson-Máls og menningar? Hins vegar hrósuðu indælis hjón mér fyrir að pakka svo fallega inn í gjafapappír. Þar sem ég þyki greinilega óttalegur heimskuhaus, þá ætti ég líklega að nýta mér þessa vel metnu hæfileika mína og gera innpökkun að ævistarfi mínu. Það væri þá við hæfi.

Mér flýgur í hug hvort þessi kínverska internetmella hafi kannski fengið grillur í kollinn við að lesa ljótuorðabloggið mitt. Þá ber ég við stundarbrjálæði, og lýsi því yfir að ég legg ekki í vana minn að klæmast á opinberum vettvangi. Og til að staðfesta það koma hér nokkur falleg orð:

frostrósir, jól, súkkulaði, ástarsorg, móðurlíf, fortíðarþrá, kaffi, víðikettlingar, elskendur, nótt, ljúfsár, hrafn, agnarögn, ljóð, dreymandi, óminni, skáld, ljósmóðir, ljúflingur, unna, mistur, vinur, alsæla, daggardropi, sálarangist, norðurljós, þoka, verfákur, tár, víf

Nú mun ég brjóta saman þvott.

Comments:
Leiðinlegir kúnnar eru dauðinn! Ojbara. Hversu oft fékk maður að heyra að maður væri ömurlegur og þar frameftir götunum bara af því kúnninn var í vondu skapi? Einu sinni henti kall í mig kókflösku sem var með botnfylli af kóki og kallaði dónalega "heh þú notaretta í bland um helgina sætaeh, þaggi?"

milljón atvik. En þú ert gáfaðasta manneskja sem ég þekki!
 
"Ég er að leita að bók. Hún er rauð". Þetta fékk ég eitt sinn að heyra í starfi. Frekari upplýsingar fengust ekki nema eftir miklar yfirheyrslur.

Annar man ég núna eftir helvítis símagabbinu þínu í sumar! Aaaarrrg! En samt fyndið :)
 
Mamma mín er ljósmóðir.
 
Aumingja, aumingja Helgan mín!! þú átt alla mína samúð!! finnst að það ætti að banna öllu vondu fólki að koma og biðja um aðstoð!!!
Allavega er þú langgáfaðasta manneskja sem ég þekki og munt að öllum líkindum halda þeim titli mjög lengi:)
Hafðu það gott heillin mín og ég hlakka til að sjá þig:)
 
It's Tuesday, don't betray the cause!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?