mánudagur, október 17, 2005

 

Mæli eindregið með

'Vera Drake' með Imelda Staunton. Sterkasta mynd sem ég hef séð síðan Adrien Brody í hlutverki Wladyslaw Szpilman stal hjarta mínu. Takið sérstaklega eftir heimsins þvinguðustu senu þar sem yfirhönk myndarinnar, Reg, mælir: 'Those are the best Christmas I've ever had.' (Held ég hafi það orðrétt, annars bara bare with me, please.) Við Una orguðum úr hlátri. Og annað; enginn leikaranna nema aðalleikkonan Imelda vissi að leyndarmál Veru Drake er að hún framkvæmir ólöglegar fóstureyðingar (róleg, áhorfendur vita það frá uppghafi, no spoiler!) fyrr en persónur þeirra komast að því - myndin var tekin upp án handrits. Það var nánast mínus fjármagn til við gerð myndarinnar en engin leið að sjá það þegar horft er, svo fagmennlegt. Að sjálfsögðu fékk þessi snilld grilljón og þrjú verðlaun og tilnefnd til 56 í viðbót. En já, engar frekari málalengingar, horfið bara á þessa mynd - hún er svo góð!

Sjálf er ég ekkert sérstaklega góð og er ekki enn byrjuð á Progress Report fyrir félaga minn Guðmund vonda. En þar sem hann er ekki enn búin að gefa mér einkunn fyrir fyrstu ritgerðina telst þetta réttlætanlegt.

Annað mál, þá líður mér stórkostlega í fótunum, þar sem ég heimsótti fótaaðgerðarfræðing um daginn sem læknaði sprungna hælinn minn. Nú er ég voða samviskusöm og ber á mig fíneríis fótakrem kvölds og morgna. Spurning hvað það endist lengi... Hins vegar er ég með furðu asnalega bólu á bringunni sem er ekkert að gefa sig.

Í nótt dreymdi mig leynimyndina af Unu minni. Vaknaði í svitabaði, nei, djók, þetta var ekkert svo slæmt... Fæ bara stundum svona aðsvif, sortnar fyrir augum og sé bara Unu í *** á *** fyrir framan *** Híhí. Ó, Gúbbý.

Ætli Hannes Hólmsteinn sé á götunni? Það er auðvitað vel hægt að sofa á einum af bekkjunum í Hljómskálagarðinum...

Comments:
Takk, takk kærlega fyrir setninguna um "leynimyndina" af mér... því það er alls ekki hægt að túlka setninguna á hátt sem lætur mig líta mjög illa út, neinei.

En já, Reg elskan! Draumagæinn minn for sure! Verst að Gollum skyldi krækja í hann, tálkvendið sjálft!
 
Lífstelari!
 
Það varst nú þú sem flúðir land...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?