mánudagur, október 24, 2005

 

Núna

er ég þreyttari en allt.
Eftir einn góðan veðurdag er heimurinn hruninn.
Og ég er vonsviknari en þið getið ímyndað ykkur.
Á morgun byrjar þetta upp á nýtt.

Kötturinn er ennþá dáinn og nú er sálin í mér hjá honum og guði.

Lífið er bara vofa þess sem einu sinni var
og fylgja þess sem aldrei kom
og það er bara sárt sárt sárt
og mér er illt illt illt
og ég er hrædd.

Ég er farþegi í augnablikinu
og bráðum er ekki pláss lengur.

Comments:
helga mín þetta reddast allt! vertu sterk og stattu með sjálfri þér.
 
ó, I feel your pain! Ég og Snævar keyrðum yfir kött einusinni! Það var það ógeðslegasta sem hefur komið fyrir mig! Ég fann þegar dekkið lenti á greyið kisulingnum:( En hertu upp hugann Helga mín:)
 
Þú getur að minnsta kosti alltaf huggað þig við það að þú ert alls ekki svo afleitt skáld!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?