fimmtudagur, október 20, 2005
Obbobbobb
Var að átta mig á því hví alnetið kallst þessu nafni – það geta allir lesið það sem stendur á netinu. Einhver anonymous kommentaði á síðuna mína og mér varð ekki lítið bilt við, fannst eins og ég sæi undir iljarnar á gluggagægi nokkrum. Eins og þruma úr heiðskýru lofti og ofan í kollinn á mér steyptist sú staðreynd að ókunnugt fólk getur lesið það sem ég blogga. Allt gott og blessað við það, enginn óvelkomin hér, sjálf les ég annarra blogg í gríð og erg, hvort sem ég þekki þá eða ekki. Hafði bara aldrei hugsað út í að á meðan því stæði væri kannski einhver í Singapúr og annar í Ástralíu og enn einn á Neskaupstað að lesa um mig býsnast yfir bólunni minni...
Vinsamlegast gerið EKKI sömu mistök og yðar einlæg, að slá inn homtail.com, þegar þið æskið einskis frekar en að lesa tölvupóstinn ykkar á hotmail.com. Ég skal bara segja ykkur hvað birtist, svo þið asnist ekki til að kíkja (myndi sjálf klárlega kíkja, ekki spurning), en það er hvorki meira né minna en gríðarstór nakinn kvenmannsrass - dillandi, takk fyrir.
En hvað sem öðru líður, þá mun ég sko ekki láta kúga mig til að gefast upp á enskuþriðjudögunum! Veriði bara fegin að ég er ekki eins og Bensi að læra arabísku og rússnesku. Þó svo að vinir mínir lesi ekki þriðjudagsbloggin, þá standa þau bara hinum milljónum enskumælandi jarðarbúa til boða.
Vinsamlegast gerið EKKI sömu mistök og yðar einlæg, að slá inn homtail.com, þegar þið æskið einskis frekar en að lesa tölvupóstinn ykkar á hotmail.com. Ég skal bara segja ykkur hvað birtist, svo þið asnist ekki til að kíkja (myndi sjálf klárlega kíkja, ekki spurning), en það er hvorki meira né minna en gríðarstór nakinn kvenmannsrass - dillandi, takk fyrir.
En hvað sem öðru líður, þá mun ég sko ekki láta kúga mig til að gefast upp á enskuþriðjudögunum! Veriði bara fegin að ég er ekki eins og Bensi að læra arabísku og rússnesku. Þó svo að vinir mínir lesi ekki þriðjudagsbloggin, þá standa þau bara hinum milljónum enskumælandi jarðarbúa til boða.
<< Home