laugardagur, október 08, 2005

 

Vel gert, auli

Í dag sýndi ég og sannaði hæfileika mína til að bregðast ekki gáfulega við í ófyrirsjáanlegum aðstæðum.

Téðan dag var Geðheilbrigðisdagurinn með tilheyrandi skrúðgöngu og fíneríi niður Laugaveginn, og fram hjá Bókabúð Máls & Menningar þar sem ég stóð mína helgarvakt.

Útlendingur: "What are they celebrating hear?"
Helga háskólanemi í ensku: "Eh...uh...today's the icelandic Mental Fitness day..."
Útlendingur: "???"

Svo leið dágóð stund þar sem ég sparkaði endurtekið í andlega sköflunginn á mér og afgreiddi með frosið bros á fésinu. Loks tok ég mig til og tilkynnti kollega mínum að ég ætlaði að skutlast og ná í plastpoka. Tölti í gegnum dyr sem lokuðust að baki mér, í gegnum ýmsustu ranghala, niður stiga og ofan í kjallara þar sem ég kom að luktum dyrum með læstri hurð. Ha? Var ég villt? Sneri við en fann enga aðra leið sem gat leitt mig að einu né neinu, allt læst. Ætlaði til baka gegnum dyrnar inn í bókabúð aftur en hún var þá líka læst. Vissi ekkert hvað sneri upp og hvað niður. Ég var læst út og inni. Úti frá bókabúðinni og inni á einhverjum baklager. Æi nei. Tók þá afdrifaríku ákvörðun að fara upp nærliggjandi tröppur og setti þar með voðalega sírenu í gang. Æi nei nei. Nú var ég föst, týnd og búin að ræsa út Securitas. Snerist í nokkra hringi um sjálfa mig, með hendur fyrir eyrum þangað til að kolleginn birtist loksins -

og hló að mér.

Comments:
hæhæ helga valborg. þú ert meiri bjáninn. mamma var að segja mér að þú værir að koma til akureyrar bráðum þannig að við sjáumst ;) bless bless
 
Helga ég elska þig alveg eins og þú ert!!!
 
Hahaha! Æ elskan :o)
 
heheeh æji aumingja helga mín, sé þetta alveg fyrir mér! þú ert samt algjör gullmoli! hlakka til að sjá þig:)
 
Haha! þetta myndi enginn annar en þú gera :D
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?