föstudagur, október 28, 2005

 

Vetur í lífi mínu

Það snjóar
og snjóar enn
meira og meira,
fokið fýkur
og göturnar eru stíflaðar
eins og salerni samfélagsins.

Blikkið skreiðist löturhægt,
biturt fólkið
sardínur í dós
sem öfunda mig
af því að sitja inni
í peysu og prjónasokkum
með heitt te og fíkjukex.

Ég glotti,
hækka á ofninum
og hugsa
að gott sé að eiga ekki bíl.

Þessar línur tileinka ég Kristínu vinkonu minni, sannri valkyrju sem kaupir sé ís í snjóstormi.
Hún er tvítug í dag ætlar að lifa hamingjusöm til æviloka.

Comments:
Æ takk fyrir, mikið er þetta flott ljóð sem er tileinkað mér, ég er mjög stolt!
 
Hugsaðu þér, hérna sit ég heima á föstudagskvöldi og hef ofan af fyrir mér og pabba með því að lesa af blogginu þínu:) Var reyndar að koma heim úr leikhúsinu, fullkomið brúðkaup snilld!, hló svo vel og mikið yfir ljóta orðalistanum! Sérstaklega þó yfir Atomic kitten og köllunum tveimur;) en þú ert frábær, hin orðin voru reyndar mörg ansi ljót, svo ljót að ég kunni þau ekki;) hehe en allavega, hafðu það gott og pabbi biður að heilsa þér:)
 
Æ, já sorrý ég gleymdi að segja að þetta var ég þegar ég kommentaði hérna áðan. Eða ekki.
 
Hérna fyrir ofan Unu mína var ljótt dónakomment sem ég eyddi. Hrmph.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?