miðvikudagur, október 12, 2005
Voðalega
er erfitt að vera svona slöpp - þá meina ég andlega. Það er eins og sálinni minn hafi slegið niður eftir vinnitörn liðinnar viku. Hvað hef ég aðhafst síðan prófinu lauk í gær?
- kunningjar í kaffiteríu stúdenta
- símtal við pabba til að monta mig af því að hafa komist lifandi af
- símtal við Unni til að spyrja um hárgreiðslustofu
- símtal við Björk til að spyrja um hárgreiðslustofu
- símtal við hárgreiðslustofu
- Lindu kaffisúkkulaði (sem kostaði 110kr! Ég meina það, í Bónus kostar pakki með 3 aumar 128 kr! Segið mér að þessar kaffistofur séu ekki reknar með gróðramarkmiði, grrrr...)
- Blogg
- snyrting þrifin (nema sturta)
- Kaffitár með Björk
- sturta þrifin
- Sex and the City
- Jón flón!
- Klipping og strípur
- þvottur
- Hagkaup: fiskur í sósu með 50% afslætti - stungið í frysti og voila, 3 máltíðir á 100 kr hver
- Kit Kat chunky
- gott spjall
- hvaðáégaðpakka-listi
Sumsé, ekkert vitsmunalegt en þeim mun ánægjulegra. Já, og sauðurinn hann Jón (aka Þórunn Edda) er mættur til landsins! Þesssi elska hringdi í mig rétt fyrir miðnætti í gær og sagðist vera á leið úr Leifsstöð. Hana vantaði gistingu, og að sjálfsögðu var beddinn boðinn og búinn að halda henni uppi, svona yfir blánóttina. Nú kostar nóttin á Bergstaðastrætinu venjulega 7900 kr á beddanum blessuðum, en þar sem þetta var nú Edda mín, þá fékk hún inni fyrir skít og ekki neitt, eða sléttar 7 og 8. Mikið var gaman að knúsa ljúfuna hæ! Svo var náttúrulega spjallað við Unu og Valdísi með hjálp alnetsins, úff, gott rejúníon þarna í skjóli niðdimmrar Reykjavíkurnætur.
Svo munum við frænkur hittast aftur hressar á Akureyrinni á næstu dögum, en þeim verður varið á heimaslóðum. Heim á morgun í lestrarfrí... Úff, þetta verður sko ekki mikið frí, heldur að öllum líkindum meiri þrældómur en fyrsta próftíðin mín í MA með STÆ 103 a la Frímann og jarðfræðinni og alles. Ó ó ó. En ég verð alla vega hjá Nýmannsfjölskyldunni minni, og alveg möguleiki að maður kíki á fleira gott fólk *nudda saman höndum*.
Og án minnsta samviskubits sleppi ég Workshop hjá Gvendi félaga mínum, sem ég kýs að nefna hinn vonda. Það ætti nú ekki að skaða námsferilinn til frambúðar þar sem gaurinn nýtir þessar samverustundir okkar í að lesa upp úr kennslubókinni. Nú, og þar sem ég kann að lesa þá er mér slétt sama þó hann verði af mér þessu sinni.
Svei mér, ef mér er ekki að skána flensan!
- kunningjar í kaffiteríu stúdenta
- símtal við pabba til að monta mig af því að hafa komist lifandi af
- símtal við Unni til að spyrja um hárgreiðslustofu
- símtal við Björk til að spyrja um hárgreiðslustofu
- símtal við hárgreiðslustofu
- Lindu kaffisúkkulaði (sem kostaði 110kr! Ég meina það, í Bónus kostar pakki með 3 aumar 128 kr! Segið mér að þessar kaffistofur séu ekki reknar með gróðramarkmiði, grrrr...)
- Blogg
- snyrting þrifin (nema sturta)
- Kaffitár með Björk
- sturta þrifin
- Sex and the City
- Jón flón!
- Klipping og strípur
- þvottur
- Hagkaup: fiskur í sósu með 50% afslætti - stungið í frysti og voila, 3 máltíðir á 100 kr hver
- Kit Kat chunky
- gott spjall
- hvaðáégaðpakka-listi
Sumsé, ekkert vitsmunalegt en þeim mun ánægjulegra. Já, og sauðurinn hann Jón (aka Þórunn Edda) er mættur til landsins! Þesssi elska hringdi í mig rétt fyrir miðnætti í gær og sagðist vera á leið úr Leifsstöð. Hana vantaði gistingu, og að sjálfsögðu var beddinn boðinn og búinn að halda henni uppi, svona yfir blánóttina. Nú kostar nóttin á Bergstaðastrætinu venjulega 7900 kr á beddanum blessuðum, en þar sem þetta var nú Edda mín, þá fékk hún inni fyrir skít og ekki neitt, eða sléttar 7 og 8. Mikið var gaman að knúsa ljúfuna hæ! Svo var náttúrulega spjallað við Unu og Valdísi með hjálp alnetsins, úff, gott rejúníon þarna í skjóli niðdimmrar Reykjavíkurnætur.
Svo munum við frænkur hittast aftur hressar á Akureyrinni á næstu dögum, en þeim verður varið á heimaslóðum. Heim á morgun í lestrarfrí... Úff, þetta verður sko ekki mikið frí, heldur að öllum líkindum meiri þrældómur en fyrsta próftíðin mín í MA með STÆ 103 a la Frímann og jarðfræðinni og alles. Ó ó ó. En ég verð alla vega hjá Nýmannsfjölskyldunni minni, og alveg möguleiki að maður kíki á fleira gott fólk *nudda saman höndum*.
Og án minnsta samviskubits sleppi ég Workshop hjá Gvendi félaga mínum, sem ég kýs að nefna hinn vonda. Það ætti nú ekki að skaða námsferilinn til frambúðar þar sem gaurinn nýtir þessar samverustundir okkar í að lesa upp úr kennslubókinni. Nú, og þar sem ég kann að lesa þá er mér slétt sama þó hann verði af mér þessu sinni.
Svei mér, ef mér er ekki að skána flensan!
<< Home