fimmtudagur, nóvember 10, 2005
Blönk blönk
blankari en allt. Sem er gasalega lítið gaman svona áður en mánuðurinn er hálfnaður. Illu heilli þarf ég meira að segja að eyða hluta af mínum mjög svo takmörkuðu fjármunum í bull á borð við prentarapappír og yfirstrikunarpenna - 2 liti. Það vill mér til happs að ég hef svo andstyggilega mikið að læra fram að jólaprófunum að ég má ekkert vera að því að lifa. Þetta hlýtur að teljast jákvætt þar sem ég á engan pening til að lifa á. Hef þegar gert áform um að jólagjafir 2005 verði keyptar út á visa.
Spurning dagsins: ef 1 kg af haframjöli kostar 89kr í Bónus, og í eina grautarskál fer hálfur bolli af haframjöli, hvað fæ ég þá margar máltíðir úr pakkanum? Ef ég borða 3 máltíðir á dag 7 daga vikunnar í 7 vikur gera það 147 máltíðir sem dekka þarf... Það verður sko grautarhaus í lagi sem snýr heim um jólin.
Annars er helst í fréttum að ég ætla til Bretlands næsta haust og læra þar í heilt ár við einhvern snobbháskóla. Eða nei, í fréttum er það helst að það er fólk á litla Íslandi sem öllum er sama um. Það er fólk sem deyr og enginn tekur eftir því. Þó svo einhverjir vesalings ættingjar mótmæli kannski og segi: 'okkur er alls ekki sama', þá tala staðreyndirnar sínu máli. Lífið ykkar og okkar allra hélt bara áfram sinn vanagang án þess að nokkur yrði var við neitt óvenjulegt. Ekkert breyttist, það hafði ekki áhrif á neinn þó svo að gömul kona kæmi ekki út úr íbúðinni sinni í 3 vikur og það væri þögnin sem ríkti. Þetta skipti ykkur engu, hvernig getið þið þá sagt að ykkur standi ekki á sama?
Spurning dagsins: ef 1 kg af haframjöli kostar 89kr í Bónus, og í eina grautarskál fer hálfur bolli af haframjöli, hvað fæ ég þá margar máltíðir úr pakkanum? Ef ég borða 3 máltíðir á dag 7 daga vikunnar í 7 vikur gera það 147 máltíðir sem dekka þarf... Það verður sko grautarhaus í lagi sem snýr heim um jólin.
Annars er helst í fréttum að ég ætla til Bretlands næsta haust og læra þar í heilt ár við einhvern snobbháskóla. Eða nei, í fréttum er það helst að það er fólk á litla Íslandi sem öllum er sama um. Það er fólk sem deyr og enginn tekur eftir því. Þó svo einhverjir vesalings ættingjar mótmæli kannski og segi: 'okkur er alls ekki sama', þá tala staðreyndirnar sínu máli. Lífið ykkar og okkar allra hélt bara áfram sinn vanagang án þess að nokkur yrði var við neitt óvenjulegt. Ekkert breyttist, það hafði ekki áhrif á neinn þó svo að gömul kona kæmi ekki út úr íbúðinni sinni í 3 vikur og það væri þögnin sem ríkti. Þetta skipti ykkur engu, hvernig getið þið þá sagt að ykkur standi ekki á sama?
En á öðrum nótum. Hveiti er mjög ódýrt líka, svo þú getur gert einfaldar hveitikökur með vatni. Pasta er líka mjög ódýrt og svo lætirðu eftir þér eina tómatsósuflösku og þá ertu komin með matinn fyrir mánuðinn. Linda stakk líka upp á núðlum hérna í Composition 1.
Og hugsaðu þér, í lok mánaðarins verðuru grönn eins og spíta og getur með stolti stjórnað Nemöndinni!
Aldís Frænka
<< Home