fimmtudagur, nóvember 03, 2005
Einu sinni var
stelpa sem gleymdi alltaf að taka úr þvottavélinni. Þess vegna þurfti hún að þvo allan þvott tvisvar því það var ævinlega komin svo vond lykt af blautu þvottahrúgunni þegar stelpan loksins drattaðist til að fara að hengja upp.
Þessi stelpa brenndi sig alltaf á heita vatninu þegar hún vaskaði upp en tímdi ekki að kaupa sér uppþvottahanska.
Stelpan drakk of mikið kaffi, það er óhrekjandi. Hitt er annað mál að koffín veldur ekki appelsínuhúð. Appelsínuhúð verður til þegar ósköp venjulegar fitufrumur fara allt í einu að hrannast saman saman í litla köggla undir yfirborði húðarinnar, kannski af því þær eru einmana. 90% kvenna fær appelsínuhúð, líka baunaspírur eins og Kate Moss, Cameron Diaz og Gweneth Patrol. Það vita allir að Gweneth Patrol drekkur ekki kaffi.
Stelpuna langaði mjög til að löðrunga Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra.
Já, sumsé, þessi ágæta stelpa var ekki búin að vinna eitt einasta hljóðfræðiverkefni utan þeirra sem þurfti að skila inn.
Þessi stelpa hefði örugglega tekið þátt í Keflavíkurgöngu ef hún bara hefði verið til á þeim tíma.
Stelpan steig á kött í gær. Það er allt of mikið af kisulórum í þessu hverfi.
Stelpunni fannst best að borða hafragrautinn sinn með kanil, negul, eplum og rúsínum. Þá kemur svona heimilisleg lykt, pínulítið eins og jólunum.
Þessari stelpu fannst löng nef kynæsandi.
Stelpunni fannst uppþurkaðir vaxtaræktarkroppar ógeðslegir.
Stelpan ætlaði að verða keisari og ráða. Ef það gengi ekki, þá fengi hún bara Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.
Stelpan hataði svínakjöt - halló, það er 7 ár að fara í gegnum meltingarveginn!
Stelpan sú kunni ekki símanúmerið heima hjá sér en það er allt í lagi.
Stelpan varð alltaf hrifin af lofuðum mönnum. Er hún kannski commitmentphobic?
Stelpan ætlaði til Afríku og Indlands og vildi ætleiða litlar stelpur frá Kína, já 2 eða jafnvel 3.
Þessi litla stelpa trúði á jólasveinana og huldufólk og guð sem á ekkert nafn og líka Jesú því hann hafði heimsins fallegasta hjarta - hún trúði á hjartað.
Þessi stelpa brenndi sig alltaf á heita vatninu þegar hún vaskaði upp en tímdi ekki að kaupa sér uppþvottahanska.
Stelpan drakk of mikið kaffi, það er óhrekjandi. Hitt er annað mál að koffín veldur ekki appelsínuhúð. Appelsínuhúð verður til þegar ósköp venjulegar fitufrumur fara allt í einu að hrannast saman saman í litla köggla undir yfirborði húðarinnar, kannski af því þær eru einmana. 90% kvenna fær appelsínuhúð, líka baunaspírur eins og Kate Moss, Cameron Diaz og Gweneth Patrol. Það vita allir að Gweneth Patrol drekkur ekki kaffi.
Stelpuna langaði mjög til að löðrunga Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra.
Já, sumsé, þessi ágæta stelpa var ekki búin að vinna eitt einasta hljóðfræðiverkefni utan þeirra sem þurfti að skila inn.
Þessi stelpa hefði örugglega tekið þátt í Keflavíkurgöngu ef hún bara hefði verið til á þeim tíma.
Stelpan steig á kött í gær. Það er allt of mikið af kisulórum í þessu hverfi.
Stelpunni fannst best að borða hafragrautinn sinn með kanil, negul, eplum og rúsínum. Þá kemur svona heimilisleg lykt, pínulítið eins og jólunum.
Þessari stelpu fannst löng nef kynæsandi.
Stelpunni fannst uppþurkaðir vaxtaræktarkroppar ógeðslegir.
Stelpan ætlaði að verða keisari og ráða. Ef það gengi ekki, þá fengi hún bara Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.
Stelpan hataði svínakjöt - halló, það er 7 ár að fara í gegnum meltingarveginn!
Stelpan sú kunni ekki símanúmerið heima hjá sér en það er allt í lagi.
Stelpan varð alltaf hrifin af lofuðum mönnum. Er hún kannski commitmentphobic?
Stelpan ætlaði til Afríku og Indlands og vildi ætleiða litlar stelpur frá Kína, já 2 eða jafnvel 3.
Þessi litla stelpa trúði á jólasveinana og huldufólk og guð sem á ekkert nafn og líka Jesú því hann hafði heimsins fallegasta hjarta - hún trúði á hjartað.
Ég hef tekið eftir því Helga mín, að athugasemdir okkar snúast nær eingöngu um hljóðfræði. Finnst þér það líka svolítið spes?
<< Home