miðvikudagur, nóvember 30, 2005

 

Það er fullkomnað

Í gær fór ég í síðasta tímann minn á haustmisseri. Þar af leiðandi er prófatíð byrjuð.

Enn ólokið:
- 1 ritgerð um danska tungu á Íslandi (?)
- 1 skýrsla um framfarir í ritunaráfanganum (gæti eins verið skýrsla um afstöðu mín til geimferðaáætlunar NASA næstu 10 árin - ég hef EKKERT að segja, Gvendur, svo so long!)
- 1 hljóðfræðiverkefni (þetta er allt að koma)
- 1 aukahljóðfræðiverkefni (já, ég er dugleg að rækta sjálfseyðingarhvöt mína)

Þessu mun ég ljúka á næstu dögum svo eftir helgina hefst hreinræktaður undirbúningslestur. Ójá. Ég ætla bara að lesa, fara í ræktina og vinna, hm, kannski sofa smá.

En jólin, maður lifandi, þau eru bara að bresta á og í dag er útborgunardagur, sem myndi teljast jákvætt fyrir þá sem fýsir ekki að öðlast gamla hlaupasokka af mér í jólagjöf. Áður en ég kem norður þarf ég að:
- kaupa allar jólagjafir
- pakka öllum jólagjöfum
- merkja allar jólagjafir
- skrifa jólakortalista
- kaupa öll jólakort
- skrifa öll jólakort
- póstleggja allar jólasendingar til útlanda
- póstleggja jólakort hverra áfangastaður er ekki á Ak
- jólaþrífa herbergið mitt
- fara í jólaklippingu
- kaupa jólaföt
- pakka niður

Þetta mun ég aðhafast, say, þegar Kári Stefánsson er búinn að klóna mig og gefa mér alla peningana sína.

Comments:
Heyrðu sko, Kári ætlar að gefa mér alla peningana sína. Hann má samt klóna þig!
 
Ekki gleyma heldur að læra fyrir öll prófin og taka öll prófin!
 
Argh! Nei! Ekki það, allt nema það!
 
Þú ert kraftaverka-kona Helga!! þú átt eftir að rúlla þessu upp!!!:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?