föstudagur, nóvember 25, 2005

 

Þessi dagur er svo lengi að líða!

Hjálpi mér. Ég hlýt að vera að verða fertug.
Það var morgunmatur, sami.
Bresk menningarsaga og ekki einu sinni mikið efni.
Þrif á eldhúsi, líka vaskaskápnum, já Helga Stewart, nema ekki fangelsi og það.
Hádegismatur, sami og murrandi útvarp.
Ekkert fréttblað - hvert get ég hringt til að kvarta?!
Suðuþvottur enda tuskurnar margar hverjar óhreinar eftir hreingjörning.
Almenn málvísindi en ég er svooo anti-whorfian, en ASNALEG kenning.
Ensk hljóðfræði (sentence stress and weak forms).
Smiðurinn uppi á þaki, jesú guð.
Lokaverkefni í enskri hljóðfræði sem tekur óratíma, ekki búin enn.
Miðdegissnarl, sama en 2 bollar kaffi, haha!
Hengja upp úr vél og það er allt bleikt, obbobbobb - helvítis rauða viskastykkið...
Setja í ljósa vél en athuga fyrst hvort nokkuð óvelkomið leynist í hrúgunni.
Hljóðfræðiverkefni, enn og aftur, oh.

Nú er stefnan tekina á
ræktina og svo rope yoga,
steiktan fisk, hell yeah,
þvottasnúrnar og
hljóðfræðiverkefni lífs míns.

Á morgun mun ég sofa til hálfníu, það verður aldeilis ánægjulegt.

Comments:
Ánægjulegur dagur sé ég ;o) En hvenær kemurðu svo heim til Akureyrensis?
 
Hálfníu, það er sko algjör draumur, ég fæ líka að sofa svona lengi!
 
Heim í jólafrí 20. desember, já!
 
Mikið hlakka ég til að sjá þig í jólafríinu!! Ætlaru í jólajólafrí eða kemuru og eyðir með okkur nokkrum kærum dögum í jólastressi og bókaflóði??:)
 
Mér skilst að ég muni eyða síðustu dögunum fram að jólum í einkar ánægjulegu stresskasti hjá bókadeildarskvísunum mínum...hlakka svo til að hitta alla ég er að springa! Það verður sko stemning hjá okkur, Valdís mín!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?