mánudagur, nóvember 14, 2005

 

Ég hringdi í Valdísi áðan og óskaði henni til hamingju með afmælið

Það var gott og blessað og bara nokkuð fallega gert. Nema hvað að hún á afmæli 23. nóvember.

Hm.

Ég týndi líka tómati í eldhúsinu þegar ég var að taka til kvöldmat. Þetta var stór og rauður tómatur, alveg afgerandi þroskaður og grípandi fyrir augað í gráleita og drapplita umhverfi eldavélarinnar, en hann hvarf algjörlega. Það tók mig dágóða stund að leita, örvænta, gefast loks upp og sækja annan (minni og ekki jafn freistandi) tómat inn í ísskáp. Ég brytjaði staðgengilinn og skrúfaði frá krananum til að skola af hnífnum. Þá sá ég satans flóttatómatinn hjúfra sig á milli óhreinna diska og hnífapara ofan í vaskinum í tilraun sinni til að sleppa við niðurskurð. Að sjálfsögðu varð honum ekki að ósk sinni en það er mér hulinn ráðgáta hvernig hann komst á felustaðinn. En óforskammað grænmeti! Nú eru tómatar ekki einu sinni alvöru grænmeti heldur ber. Já, svona rétt eins og kíví er ekki ekta ávöxtur heldur kynblendingur ávaxtar og bers. Sem leiðir mig aftur að tómatinum, ég hefði auðvitað átt að berja hann svo þetta gerpi gæti hugsanlega lært að skilja stöðu sína í alheiminum.

Mér fer alltaf fram í sagnagerðinni, sé ég. Þessi saga er jafnvel enn meira grípandi en föstudagsfrásögn mín af innkaupaferð í Bónus.

Annars fór ég í innkaupaferð í dag. Ég skrapp í Pennann og keypti mér penna. 5 stk.

Oj bara! Þetta er nú með því leiðinlegra sem ég hef birt á þessu bloggi. Ég er núna að gretta migógeðslega og kúgast úr óánægju en það sjáið þið ekki. Já, og fyrst við erum á þessum nótunum þá er ég núna íklædd doppóttri brók, bláum hlýrabol með blúndu, köflóttum náttbuxum og dökkbleikri nátttreyju. Ég er ekki með lakkaðar táneglur, en hins vegar þá prýða fætur mína bleikir loðinniskór.

Ég ætla að ljúka þessari annars fjörlegu færslu með því að lýsa yfir áhyggjum mínum af því að verðbólgan sé komin á það stig að launfólk megi segja upp samningum sínum. Ég spái því að neysluvísitalan haldi ekki áfram að lækka en byggi þær spár ekki á neinu nema því að ég vil helst ekki vera sammála Halldóri Ásgrímssyni.

Comments:
Ofbeldi leysir engan vanda! En ég er sammála þér, það á engin að vera sammála Halldóri Ásgrímssyni, það leiðir ekkert gott af sér.
 
Heyrðu elskan, ertu búin að gleyma lexíunni góðu sem við lærðum, íklæddar eiturgrænum grjónapokum og glimmeraðar til andskotans! Það á ekki að tala niðrandi um neinn, sama hvort hann sé ávöxtur, grænmeti eða ber!

"Áður en við mÍglum!"

:o)
 
Sjitt hvað við erum djúpar.
 
Ég talaði ekkert niðrandi um þennan tómat, ég borðaði helvítið!
 
Sæl! Ég vissi ei að þér hefðuð blogg, mín kæra!

Já, maður á helst ekki að vera sammála Halldóri Ásgríms eða einhverjum af þessum íhaldsrembingskörlum. Þeir segja heldur aldrei neitt gáfulegt.

En gangi þér vel í þínu og skemmtu þér vel í lífinu!

Hlýjar kveðjur úr kulda norðursins,
Unnur Birna
 
You forgot... again!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?