föstudagur, nóvember 18, 2005
Góðir Íslendingar
Klukkan 00:48 í gærkvöldi lauk ég við skorpulestur á 8 vikna námsefni í breskri menningarsögu. Það hafði ég aðhafst síðan á þriðjudagsmorgun og er ástæðan fyrir fjarveru minni frá þessu bloggi, msn og einfaldlega þjóðfélaginu eins og það leggur sig.
Nú bíður mín 464 bls. af viktorískri skáldsögu auk efnis frá kennara, sem klára þarf fyrir 8:15 á mánudagsmorguninn og það vill svo skemmtilega til að ég á að vinna um helgina.
Þetta er nú auma lífið og desember lofar ekki góðu. Það ku vera próf í Háskóla Íslands á þeim tíma og ég lýk ekki mínum fyrr en 19. desember. Það verði kátt í höllinni hér á Bergstaðastræti á aðventunni. Það sem angrar mig hvað mest er að prófið sem ég kvíði svo mikið fyrir að hárið dettur af mér við tilhugsunina, er einmitt síðasta prófið og mun eiga sér stað á mánudegi. Helgina fyrir þennan mánudag, síðustu helgi fyrir jól á ég einmitt vaktir í bókabúðinni... Nú er ég byrjuð að skjálfa...
Eins og þú hefur kannski ályktað, lesandi góður, þá er ég núna þreytt, stressuð og eiginlega bara hrædd. Ég er svo trekkt á taugum að ég varð andstutt þegar hljóðfræðibókin mín datt úr hillunni rétt áðan.
Og ef einhverjum skyldi mislíka að yðar einlæg sé að eyða hér heilli færslu í að væla yfir álagi og aumu lífi, þá bendi ég góðfúslega á að sem háskólanema ber mér skylda til að lifa komandi vikur á barmi taugaáfalls. Jafnframt spyr ég þann hinn sama hvort hann hafi einhvern tíma stundað háskólanám (þ.e. af einhverjum raunverulegum metnaði) og ef hann svarar neitandi, þá getur hann hoppað upp í rassgatið á sér. Sé svarið hins vegar jákvætt þá bið ég hann um að endurskoða afstöðu sína þangað til hann getur viðurkennt að ég hafi á réttu að standa.
Góðar stundir.
Nú bíður mín 464 bls. af viktorískri skáldsögu auk efnis frá kennara, sem klára þarf fyrir 8:15 á mánudagsmorguninn og það vill svo skemmtilega til að ég á að vinna um helgina.
Þetta er nú auma lífið og desember lofar ekki góðu. Það ku vera próf í Háskóla Íslands á þeim tíma og ég lýk ekki mínum fyrr en 19. desember. Það verði kátt í höllinni hér á Bergstaðastræti á aðventunni. Það sem angrar mig hvað mest er að prófið sem ég kvíði svo mikið fyrir að hárið dettur af mér við tilhugsunina, er einmitt síðasta prófið og mun eiga sér stað á mánudegi. Helgina fyrir þennan mánudag, síðustu helgi fyrir jól á ég einmitt vaktir í bókabúðinni... Nú er ég byrjuð að skjálfa...
Eins og þú hefur kannski ályktað, lesandi góður, þá er ég núna þreytt, stressuð og eiginlega bara hrædd. Ég er svo trekkt á taugum að ég varð andstutt þegar hljóðfræðibókin mín datt úr hillunni rétt áðan.
Og ef einhverjum skyldi mislíka að yðar einlæg sé að eyða hér heilli færslu í að væla yfir álagi og aumu lífi, þá bendi ég góðfúslega á að sem háskólanema ber mér skylda til að lifa komandi vikur á barmi taugaáfalls. Jafnframt spyr ég þann hinn sama hvort hann hafi einhvern tíma stundað háskólanám (þ.e. af einhverjum raunverulegum metnaði) og ef hann svarar neitandi, þá getur hann hoppað upp í rassgatið á sér. Sé svarið hins vegar jákvætt þá bið ég hann um að endurskoða afstöðu sína þangað til hann getur viðurkennt að ég hafi á réttu að standa.
Góðar stundir.
En að kvarta undan álagi, mjög skiljanlegt. Ég er algjör tossi og fann samt fyrir álagi af og til fyrir sunnann
Svo svona vil ég fá að benda mínum ástkæra bróður á það að maður segir: hvaða próf er það sem þú kvíður svona mikið fyrir!
hafðu það gott ljúfan!
Myndi svo gjarnar skipta við þig um vaktir ef ég gæti... getur stjáni sæti ekki reddað þér;) þú getur boðist til í að fara í hver er bókin eða eitthvað með honum í staðinn:D
heyrumst fljótlega,
ástar- og saknaðar...ester
<< Home