laugardagur, nóvember 12, 2005

 

Halló halló

Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt -
Nú veit hver maður að María guðsmóðir var hrein mey meðan hún var þunguð af Jesú Kristi. En samkvæmt kaþólskum sið þá hélt hún víst áfram að vera óspjölluð eftir að frelsarinn fæddist. Það er, meyjarhaft Maríu litlu var heilt þrátt fyrir að hann Jesú hefði komið út í gegnum fæðingarveg hennar: 'Fyrir sérlega náð Drottins var henni hlíft við kynlífi, og jafnframt hélt hún hreinleika og ósnertri heild líkama síns í gegnum ferli fæðingarinnar' (lauslega þýtt).

Klárlega gat heilagur andi smogið inn um nefgöng stúlkunnar eða eyru, en hvernig Jesús komst út úr henni án þess að valda meiri eða minni háttar spjöllum er alveg ofvaxið mínum skilningi.

Pant vera líka svona virgo intacta post partum!

Comments:
Ja, ætli Biblían eigi ekki við að þó eitthvað hefði komið út um fæðingarveg Maríu, hefði ekkert farið þar inn, hóst, ef þú skilur hvað ég á við.
María var þá ennþá hrein mey á þann hátt.
 
Neibb, með 'ósnertri heild líkama hennar' er átt við að meyjarhaftið hafi ekki rofnað yfirhöfuð - ó, að ég skuli halda þessari firru fram, þó það sé í nafni annarra kenningamanna!
 
Jahérna hér, hún Maja hefur verið sérstök. Snert af Guði, bókstaflega.
 
hæ helga heyrðu verð eiginlega að heyra í þér í vikunni því ég þarf pínu tölvukunnáttuhjálp. En vona að þú hafið það gott... reyndu að gera allt til þess:) ég er alveg á fullu í skólanum og leikritinu en það er bara gaman. Núna ætti ég eiginlega að vera að lesa betur í dauðarósum því ég á að gera verkefni úr þeim en ég nenni ekki, Búin að læra svo mikkla dönsku í dag. ... Segi bara kauptu þér kerti eða eikkað til þess að gera herbergið meira kósý og ég hlakka geggjað til í jólafríinu að glápa úr mér augun með þér

XXX hildur littla systir. En ég samt orðin stærri en arnrún!
 
Ertu að segja að herbergið mitt sé ekki kósí?
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?