miðvikudagur, nóvember 23, 2005

 

Hégómastrumpur

That's my middle name. Og þess vegna er ég núna með bláa tánögl.
Eða kannski ætti ég frekar að segja Kona! Skór færa þér ekki lífsfyllingu.
Right...

Þar sem ég vinn á Laugaveginum kýs ég gjarnan að hafa mig smá til áður ern ég mæti á vakt, þið vitið, þetta er nú nokkurn vegin mitt eina tækifæri til að hitta og umgangast fólk. Alla vega, þá fann ég mig knúna til að fara í nýlegum svörtum lágbotna skóm þegar ég hélt til vinnu síðastliðna helgi. Það var afar heimskulegt þar sem ég þarf að standa upp á endann og ganga á milli staða allan vinnudaginn, og þar sem þessi ágætu skór eru Satan. Áður en ég var komin inn um dyrnar í bókabúðinni var ég komin með blöðru á annan hælinn og orðin aum í táberginu. Sannur kvenmaður beit á jaxlinn og laug því að sjálfri sér að bjútí væri pein. Þegar ég svo skakklappaðist heim undir kvöldmat hét ég því að vera skynsöm það sem eftir væri ævinnar og ganga bara í ecco-sandölum, alltaf.

En nei, ég fór aftur í skó dauðans á sunnudagsmorguninn. Hví? Ég er geðveik í hausnum og vil misnota allar heimsins tær

Að mánudagsmorgni taldi ég í allt 4 blöðrur og marblett á litlu löppunum mínum og hugsaði: Á ég að sleppa því að hlaupa í dag? Hvernig læt ég, sársauki er bara hugarástand.

Gildir þá það sama um fegurð?

Ég er alla vega ekki með fallegar tásur eins og er, því eftir feiknagott hlaup seinni part dags þá var ég búin að skemma nokkrar neglur í ofanálag við allt hitt.

Hefur þrautaganga undanfarinna daga skilað sér í einhverju? Ætla ég að henda skónum frá helvíti?

Nei. Mér finnst þeir svo fallegir.

Comments:
Svona á að hugsa, aldrei að henda skóm segi ég! En ekki nota orðið kona, segðu frekar við - það styrkir samheldni og sjálfsmynd kvenna (okkar), það segir hún Simone de Beuvoir (ég var sko að lesa fyrir Fíluna, veeeiii!)
 
úff aumingja tásurnar þínar!!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?