miðvikudagur, nóvember 09, 2005
Mig langar í sjónvarp
svo ég geti legið uppi í rúmi og horft á alla þessa viðurstyggilegu raunveruleikaþætti.
Ég myndi kúra dæsandi undir teppi með gráðostapizzu, nachos, kók, M&Ms og fleira kólestrolmyndandi kransæðastíflandi gúmmelaði, hafa skoðun á öllu og vita ávallt betur en dómararnir.
Ég myndi hugsa með mér að heimurinn í dag væri sko vinveittur Jóni og Gunnu, sem nú geta látið opinberar fígúrur þrífa ókeypis heima hjá sér og stundað aumkunarvert tilhugalíf sitt í samfélagi við aðra graða athyglissjúklinga í sjónvarpi alþjóðar.
Ég myndi fullvissa sjálfa mig um að ég hefði færi á því sama, næst þegar ég kæmi mér á lappir og út úr rykmettaðri mygluholunni minni.
Ég myndi líka lofa sjálfri mér því að drattast fram úr um næstu mánaðarmót og stíma þá beint í ræktina, þar sem ég myndi ummyndast í unaðsfrítt ofurmódel, og Eskimóbeyglan myndi uppgötva mig og gera mig að Ungfrú Vonlaus.is' Next Anorexic Model. Þá væru mér nú allir vegir færir, þar sem ég væri mjó, sæt og trendí og gæti örugglega slegið í gegn í Idol 5000 og jafnvel líka í Heldurðu Að Þú Getir Eitthvað Dansað?
Ég myndi nýta mér frægðina til að heilla Íslenska Piparstaukinn upp úr skónum og við myndum innrétta draumahúsið okkar með aðstoð Karl Lagerfield. Svo myndum við giftast og skilja og ég stæði uppi geðveikislega rík.
Ég myndi svo skreppa í Aflifarann Írak og prófa að taka smá þátt í blóðugri borgarastyrjöld.
Ég myndi loks nýta mér reynsluna til að koma á framfæri mínum eigin þætti, Nemöndinni. Þar myndi ég kenna stelpum að lifa innantómu froðusnakkslífi, always on hold, að bíða alltaf eftir að samfélaginu þyki þær nógu góðartil að hafa rétt á að taka þátt í tilverunni.
Ég myndi kúra dæsandi undir teppi með gráðostapizzu, nachos, kók, M&Ms og fleira kólestrolmyndandi kransæðastíflandi gúmmelaði, hafa skoðun á öllu og vita ávallt betur en dómararnir.
Ég myndi hugsa með mér að heimurinn í dag væri sko vinveittur Jóni og Gunnu, sem nú geta látið opinberar fígúrur þrífa ókeypis heima hjá sér og stundað aumkunarvert tilhugalíf sitt í samfélagi við aðra graða athyglissjúklinga í sjónvarpi alþjóðar.
Ég myndi fullvissa sjálfa mig um að ég hefði færi á því sama, næst þegar ég kæmi mér á lappir og út úr rykmettaðri mygluholunni minni.
Ég myndi líka lofa sjálfri mér því að drattast fram úr um næstu mánaðarmót og stíma þá beint í ræktina, þar sem ég myndi ummyndast í unaðsfrítt ofurmódel, og Eskimóbeyglan myndi uppgötva mig og gera mig að Ungfrú Vonlaus.is' Next Anorexic Model. Þá væru mér nú allir vegir færir, þar sem ég væri mjó, sæt og trendí og gæti örugglega slegið í gegn í Idol 5000 og jafnvel líka í Heldurðu Að Þú Getir Eitthvað Dansað?
Ég myndi nýta mér frægðina til að heilla Íslenska Piparstaukinn upp úr skónum og við myndum innrétta draumahúsið okkar með aðstoð Karl Lagerfield. Svo myndum við giftast og skilja og ég stæði uppi geðveikislega rík.
Ég myndi svo skreppa í Aflifarann Írak og prófa að taka smá þátt í blóðugri borgarastyrjöld.
Ég myndi loks nýta mér reynsluna til að koma á framfæri mínum eigin þætti, Nemöndinni. Þar myndi ég kenna stelpum að lifa innantómu froðusnakkslífi, always on hold, að bíða alltaf eftir að samfélaginu þyki þær nógu góðar
hehe þú ert algjör draumur, sit hérna í sögu og berst við hláturinn yfir blogginu þínu, má ekki hlægja, má ekki tala, má ekki hósta, varla anda án þess að kennarinn æsi sig og húðskammi mann, enda eru það bara iðjuleysingjarnir og letingjarnir sem eru með fartölvu í tímum... allavega finnst honum það...
<< Home