fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Í ræktinni
er yfirleitt mikið af fólki sem er að hamast. Þar af leiðandi er gjarnan þungt loft, jafnvel vottur af svitalykt - alla vega ekkert gríðarlega ferskt andrúmsloftið og því tæplega kjöraðstæður til að æfa hlaup. Ég geri það nú samt því það er notalegt að vera innandyra þegar frostið nartar í nef og eyrnasnepla og Reykjavíkurrokið andar köldu. Svo finnst mér líka gaman að horfa á sjónvarpið meðan ég er á brettinu.
Ég er venjulega ekkert mikið að spá í fólkið í kringum mig. Þjösnast bara og svitna, og þið vitið, reyni að halda mér á græjunni en spýtast ekki aftur af bandinu og út í næsta vegg. Ég er líka svolítið í því að vorkenna sjálfri mér vegna mjaðmarmeiðslanna sem mér áskotnuðust hérna í vor, og hægðu all verulega á yðar einlægri og hennar maraþonáformum.
Um daginn gat ég þó ekki annað en leitt hugann aðeins að öðrum málefnum - öðru fólki. Það er nefnilega kona. Þessi kona reykir, dálítið mikið myndi ég halda. Alla vega nógu mikið til að stybban af henni nær í gegnum þungt, rakt loftið í þreksalnum og ofan í lungun á mér. Það er svo mikil reykingalykt af blessaðri stúlkunni að hún hindrar súrefnisupptöku mína á næsta hlaupabretti. Auðvitað þarf ég meira súrefni en gengur og gerist þegar ég er svona á harðaspani en fyrr má nú aldeilis fyrr vera.
Fyrst varð ég frekar pirruð - geta svona strompar ekki farið í gufuhreinsun endrum og eins? Íslendingar hafa nú einu sinni skrifað undir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna... En smám saman rann af mér (nei, ekki bara svitinn) og ég fór að hugsa minn gang. Hér er komin kona sem getur varla gengið rösklega fyrir mæði því lungnaberkjurnar í henni eru sveppasúpa. Hún er ófær um að hætta að reykja í bili en skilur að ýmsar leiðir eru færar í svona málum, og drattast því í ræktina dag eftir dag, gengur í korter og gerir smávegir styrkjandi æfingar. Dag eftir dag, alltaf á sama tíma, á mínum tíma, og hættir ekki fyrr en skeiðklukkan segir 15:01. Titrar pínu þegar hún klöngrast ofan af brettinu.
Vá, hvað svona fólk er töff. Ég ætla aldrei að kvarta aftur undan óþægindum í mjöðmum eða tám.
Ég er venjulega ekkert mikið að spá í fólkið í kringum mig. Þjösnast bara og svitna, og þið vitið, reyni að halda mér á græjunni en spýtast ekki aftur af bandinu og út í næsta vegg. Ég er líka svolítið í því að vorkenna sjálfri mér vegna mjaðmarmeiðslanna sem mér áskotnuðust hérna í vor, og hægðu all verulega á yðar einlægri og hennar maraþonáformum.
Um daginn gat ég þó ekki annað en leitt hugann aðeins að öðrum málefnum - öðru fólki. Það er nefnilega kona. Þessi kona reykir, dálítið mikið myndi ég halda. Alla vega nógu mikið til að stybban af henni nær í gegnum þungt, rakt loftið í þreksalnum og ofan í lungun á mér. Það er svo mikil reykingalykt af blessaðri stúlkunni að hún hindrar súrefnisupptöku mína á næsta hlaupabretti. Auðvitað þarf ég meira súrefni en gengur og gerist þegar ég er svona á harðaspani en fyrr má nú aldeilis fyrr vera.
Fyrst varð ég frekar pirruð - geta svona strompar ekki farið í gufuhreinsun endrum og eins? Íslendingar hafa nú einu sinni skrifað undir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna... En smám saman rann af mér (nei, ekki bara svitinn) og ég fór að hugsa minn gang. Hér er komin kona sem getur varla gengið rösklega fyrir mæði því lungnaberkjurnar í henni eru sveppasúpa. Hún er ófær um að hætta að reykja í bili en skilur að ýmsar leiðir eru færar í svona málum, og drattast því í ræktina dag eftir dag, gengur í korter og gerir smávegir styrkjandi æfingar. Dag eftir dag, alltaf á sama tíma, á mínum tíma, og hættir ekki fyrr en skeiðklukkan segir 15:01. Titrar pínu þegar hún klöngrast ofan af brettinu.
Vá, hvað svona fólk er töff. Ég ætla aldrei að kvarta aftur undan óþægindum í mjöðmum eða tám.
<< Home